Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Side 22

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Side 22
344 Dularfull fyrirbrigði í fornritum vorum. IÐUNN ekki brolt meðan menn sátu við eldana. Það virðist ekki hafa verið annað en tiltölulega algengt ljósfyrirbrigði- En á það var litið sem fyrirboða mikils manndauða, enda virðist svo sem mannskæð sótt hafi komið upp á heimilinu rétt á eftir. Næst bar það til tíðinda að Fróðá, að sauðamaður kom inn og var þá svo annarlegur, að menn héldu að hann væri leikinn, þ. e. undir áhrifum frá illum verum. Nokkuru síðar fanst hann dauður í rúmi sínu einn morguninn. Eftir þetta fóru að gerast miklir reimleikar. Eina nótt gekk maður, sem hét Þórir viðleggur, út nauðsynja sinna. Þá verður hinn látni sauðamaður fyrit' honum, varnar honum fyrst að komast inn aftur og þríf- ur svo til hans og kastar honum. Þórir komst þá til rúms síns, tekur sótt og andast bráðlega. Eftir þetta fóru þeir að sjást saman að jafnaði, sauðamaður og Þórir, og fólkið fer að verða mjög óttafult. Síðan deyr hver eftir annan, þar til er sex voru látnir. Þá var það um veturinn litlu fyrir jól, að Þóroddui' bóndi fór út á nes með sjölta mann á báti til þess að sækja skreið. Sama kvöldið gerist eitt af kynlegustu fyrirbrigðunum. Þá kom selshöfuð upp úr eldslæðinu. Eyrbyggja segir svo frá viðtökunum, er selurinn fékk: »Heimakona ein kom fyrst fram ok sá þessi tíðendi; hon tók þváttvifl, er lá í dyrunum, ok laust í höfuð selnum; hann gekk upp við höggit ok gægðist upp a ársalinn Þórgunnu. Þá gekk til húskarl ok barði selinn; gekk hann upp við hvert högg, þar til er hann kom upp yfir hreifana; þá féll húskarl í óvit; urðu þá alln" óttafullir, þeir er við váru. Þá hljóp til sveinninn Kjartan, ok tók upp mikla járndreps-sleggju ok laust í höfuð selnum, ok varð þat högg mikit, en hann skók höfuðit ok litaðist um; lét Kjartan þá fara hvárt at öðru, enn

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.