Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Page 30

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Page 30
352 Dularfuli fyrirbrigði í fornrilum vorum. ÍÐUNN ofurmagni ógæfunnar. Ekkerl fullnægir annað en áhrif frá öðrum heimi, áhrif frá makt myrkranna. Álög Gláms á Gretti eru þungamiðjan í Grettissögu. Eg held að þau séu skáldskapur, merkilegur og djúpsettur skáldskapur. Með þessum fyrirvara sé eg enga sérstaka ástæðu tii þess að hafna frásögninni um Glám. Auðvitað verður ekkert um hana fullyrt. Sannanirnar vantar. En eftir reynslu nútíðarmanna hefði hún að mestu leyti getað gerst. Það er auðvitað óvenjulega mikill máttur í fyrir- brigðinu. En eg hefi sjálfur, ásamt karlmanni, sem var sterkari en eg, togast á við afl, sem ekki var skiljan- lega af þessum heimi, alveg eins og Grettir togaðist á við Glám um röggvarfeldinn. Við sáum auðvitað ekkert, en Grettir sá Glám, þegar hann togaðist á við hann. I raun og veru er það ekki annað en stigmunur. Glámur hefir þeim mun meiri sálrænum krafti yfir að ráða en veran, sem við toguðumst á við, að hann getur gert sig sýnilegan. Og ekki er óhugsandi, að í því andlega lofts- lagi, sem til var að dreifa hjá forfeðrum vorum á sögu- öldinni, með öllum þeim haturs- og hefndarhug, sem þá þróaðist með mönnunum, og þeim manndrápum, sem þá voru svo tíð, hafi eflst skilyrði fyrir hrottaleg fyrirbrigði, skilyrði, sem á þessum tímum séu ekki jafn mikil. Fyrir því er hæpið að fullyrða, að á þeim tímum hafi ekkert getað gerst af því tæinu, sem vér verðum ekki nú varir við. Og jafnframt verðum við að hafa það hugfast, að sum af sönnuðum reimleikafyrirbrigðum nútímans eru magnaðri en þeir menn munu búast við, sem ekki hafa kynt sér það mál. Forfeður vorir höfðu trú á því að stofna mætti með tilraunum til sambands við annan heim, og meðal ann- ars fá þá vitneskju úr öðrum heimi um óorðna atburði. Þessar sambandstilraunir voru nefndar seiður, og þó að

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.