Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Page 35

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Page 35
IÐUNN FiÖlarinn við Kóngsins Nýjatorg. 357 Þeir sátu við borð eitt inni á kaffihúsinu og drukku þá Bretaveig, er aðrar þjóðir nefna whisky, og flestir íslendingar munu enn þá kannast við af afspurn — líkt og fuglinn Sút — þat er allgóðr drykkr. II. — — — Þegar fiðlarinn var smástrákur í þorpi nokkuru á Fjóni, átti hann sér fiðluskrifli, sem hann geymdi í gamalli kálfskinnsskjóðu. Sú fiðla var nú ekki á marga fiska, en þó gnúði hann hana á landsmeyja- böllum, frá því er hann var um fermingu. Loks komst hann í tæri við kerlingu eina, sem kunni dálítið meira að spila en hann sjálfur. Auk þess átti hún slaghörpu- skrifli, sem stóð á fjórum fótum. Þeim kom saman um að halda hljómleika heima í þorpinu, og þau festu upp auglýsingu á símastaur og settu inngangseyrinn á eina krónu. Hinn mikli dagur rann upp. Fiðlarinn og kerl- ingin voru komin í sunnudagafötin og stóðu í samkundu- húsinu. Þau biðu langa stund, en engin hræða kom. Loksins rak lögregluþjónninn í þorpinu höfuðið inn um dyrnar, og kvaðst nú að réttu lagi eiga að fá fimm krónur fyrir ómakið, en sagðist skyldu láta sér nægja einn bjór í þetta sinn. — Svo var þeim hljómleikum lokið. Nokkurum vikum síðar fluttist fiðlarinn alfarinn úr átt- högum sínum; hann undi þar ekki eftir slíkar hrakfarir. Hann fór beina leið til Óðinsvéa og kom sér í verk- smiðju í útjaðri bæjarins. Þar vann hann síðan baki brofnu í heilt ár, og hendur hans hnýttust af striti. En Oðinsvé var ekkert sveitaþorp. Þar voru stórhuga menn, sem hugðust að koma upp öflugri hljómsveit, spila fyrir lýðinn og græða fé. Þá vantaði tilfinnanlegast fiðlara, IDunn XIII. 23

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.