Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Page 36

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Page 36
358 Fiðlarinn við Kóngsins Nýjatorg. IÐUNN og af hendingu komust þeir á snoðir um, að strákurinn í verksmiðjunni kunni til fiðluspils. Þeir skrifuðu honum því tafarlaust og buðu honum að vera með. Hann vissi ekki, hvaðan á sig stóð veðrið, er hann las bréfið. Drykklanga stund sat hann hugsi, síðan spratt hann á fætur, þreif fiðluna, sem heilt ár hafði hangið hreyfingar- laus á veggnum, og blés af henni mesta rykið.---------- Á fyrsta hljómleiknum, sem þeir félagar héldu, var af hendingu eldgömul greifafrú. Hún veitti hinum unga fiðlara alveg sérstaka athygli, og nokkuð var það, að tveim dögum eftir hljómleikinn fékk hann bréf frá henni, þar sem hún bað hann að heimsækja sig og spila fyrir sig. Þá var honum nú fyrst nóg boðið. Þegar hann kom heim til hennar, kveldið eftir, titrandi á beinunum, var þar fyrir Finnur Hinrikssen, frægur hljómlistarfræðingur með Dönum. Hann var hér kominn að undirlagi greifafrúarinnar til að hlusta á fiðlarann. Eftir að fiðlarinn hafði spilað fyrir þessa samkundu í heilan klukkutíma, kvað greifynjan upp þann úrskurð, að hún hefði í hyggju að kosta hann í heilt ár á hljóm- listarskóla í Kaupmannahöfn. — — — Hann lærði mikið á þessu ári, en honum dauðleiddist í höfuðstaðnum, meðal annars af því, að hann fekk þar enga frambúðaratvinnu. Þá fór hann aftur til Óðinsvéa, og þar byrjaði fyrst ævintýrið. Hann varð á svipstundu mesti lukkupamfill bæjarins. Hann spilaði, kenndi, græddi fé á tá og fingri, gifti sig og eignaðist börn. Tveim árum seinna ákvað hann að fara með flokk manna til Kaupmannahafnar og halda þar hljómleika. Það gekk allt sæmilega. Þar kom margt stórmenni og meðal annars herra Karl Nikulássen, þjóðkunnur maður í Danmörku og miklu víðar. K. N. varð stórhrifinn af

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.