Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Side 38

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Side 38
360 Fiðlarinn við Kóngsins Nýjatorg. IÐUNN andspænis mér. í gættinni stóð lítill, gnúpleitur ístru- belgur. Annað munnvikið á honum skagaði langt út í kinnina, og í því dinglaði pervisin reykjarpípa. Maður þessi staðnæmdist eitt andartak í gættinni og skimaði hvössum, blóðhlaupnum augum um salinn. — í fyrsta sinn á ævi minni sat eg andspænis greiðasalanum, hinum dularfulla, ósýnilega velgerðarmanni mínum. Hann horfði öðru auganu brosandi til gesta sinna, en hinu ógnandi á fiðlarann. Síðan hvarf hann öfugur inn í afhýsi sitt, og hurðin luktist aftur. — — — Hljómsveitin hættir snöggvast að spila. I skjótri svipan gerbreytist umhverfið. í staðinn fyrir Vor- kveðju Grieg’s og Nocturne Chopin’s hljómar brakandi jazzkliður um salinn. Hnéfiðlan er horfin, en í stað hennar er komið geysimikið látúnshorn, hringvafið um háls hnéfiðlarans. í stað kyrrlátra burgeisa, sem rabba saman yfir bjór — og kampavínsglösum, sést iðandi kös af rjóðu danzandi fólki. — Fiðlaranum leiðist þetta. Hann er nú einu sinm svona gerður. Auk þess þverneitar hann að spila Píla' grímskórið úr Tannhauser og Dauða Asu fyrir danzi. Vertu sæll, fiðlari, og hafðu þökk fyrir að láta mið gleyma um stund kuldanum og hríðargarðinum útl- Almanakið segir, að bráðum komi vorið sjálft, þrátt fy*‘,r allt. Þá átt þú að fara héðan. Þú veizt ekki hvert, en þú kvíðir engu. Auðvitað hlýturðu að fara, því að gestirnu' vilja fá nýja menn, og á knæpum hljóta gestirnir að ráða- Sigurður Skúlason.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.