Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Side 39

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Side 39
Mansöngur. í brúnum augum brenna log, sem brenna mig, því syngja öldur út’ á vog: — Ég elska þig. Á vesturhimni vakir glóð, en víkur senn, — og nóttin er svo undurgóð við unga menn. í fólginn sjóð skal faðmlag hvert, mitt fagra víf. Og veiztu góða, að þú ert mitt annað líf? Nú hvílir ró um breiða bygð og bylgjuslóð, — og undir mánans silfursigð ég syng þér ljóð. Þau fljúga eins og fugl af grein um farinn veg. Og þú, sem ert svo ung og hrein og yndisleg, — þú titrar enn þá, ástin mín, í örmum mér. Ég teyga lífsins vona-vín af vörum þér. Já, guðavín úr lífsins lind við lánsins torg.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.