Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Page 40

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Page 40
362 Mansöngur. IÐUNN Það hreinsar mig af hræsni og synd og hrygð og sorg, það Iyftir mér til himna hátt, það helgar mig. Og stjörnur hvísla úr allri átt: — Ég elska þig. Þú verður máske meira’ en kyst við mánans eld og stjörnublik um bláhvel yzt hið bleika kveld. En, hvað er að þér, ástin mín? Þú er svo föl. Hví loga ungu augun þín af innri kvöl? Ég les þar óskir, ótta, hrygð og angurværð. Ég óska heitt, að ástatrygð sé eilíf stærð. Ég bið til hans, sem hulið veit hvert hjartans mál, og ósk mín streymir ofsaheit frá allri sál. Við skulum vona, að lýsist leið um lífsins hjarn, og framtíð verði fagurheið, mitt fagra barn. Þú skelfur eins og blóm í blæ, en brosir þó. Og máninn hellir silfri um sæ og signir snjó. Böðvar frá Hnífsdal.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.