Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Page 53

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Page 53
IÐUNN Upton Sinclair. 375 hvemig stórblöðin í Ameríku eru rekin af auðvaldinu í því einu augnamiði að heimska lýðinn og blekkja, í Money writes sýnir hann fram á, hvernig rithöfundar Bandaríkjanna liggi handflatir fyrir auðvaldinu, 0/7 fjallar um svindilbrask olíu-félaganna, Boston um réttarfar auð- valdsins eins og það birtist í fyllingu dýrðar sinnar í morðinu á Sacco og Vanzetti, sem er að öðru leyti einn hinn ógeðslegasti glæpur, sem sögur fara af, miklu and- styggilegri en t. d. sagan af morði Krists og Sókratesar. Aðaltilgangur Boston er, sem sagt, að gera lýðum ljóst, að ábyrgðina á þessu hroðalega hermdarverki beri eink- um þrír einstaklingar: mannhrak nokkurt í dómarasæti, Webster Thayer að nafni, Fuller ríkisstjóri og bílakaup- maður í Massachusetts, ásamt Lowell verksmiðjueiganda og rektor Harvard háskóla. Þótt hann kunni öll meistarabrögð listræns stíls eins og fyr segir, þá hefir hann ekki valið þann kost »að spila á fiðluna meðan Rómaborg var að brenna«, en notað ritsnild sína einvörðungu í þágu þeirra hugsjóna, sem varða heill og viðreisn hins hvíta mannkyns í fram- tíðinni. Bækur hans eru ófrjór akur fyrir andlausa grúsk- ara, sem leggja stund á listrænt þvaður og lesa bækur til þess að geta dregið af þeim hótfyndnar fagurfræðis- ályktanir, — þvert á móti gerir hann slík félagshyggju- laus (asocial) auðvaldsþý ringluð í höfðinu (sbr. höfuð- dýrkara ameríska hundraðprócentismans meðal Islend- inga í Vesturheimi, Ríkarð Beck í Lögbergi s. 1. vor), því hann talar við þá um skilyrðin fyrir velferð mann- kynsins, — hlut, sem þeir höfðu aldrei heyrt að væri til. Þeir finna hvergi í glósum sínum neitt viðeigandi nafn yfir ritsmíðar hans, og komast helzt að þeirri niðurstöðu, að maður, sem lætur sig varða mannlega velferð, geti varla verið mikill listamaður, — þora samt ekki að halda

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.