Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Page 59

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Page 59
IÐUNN Myndin af Bólu-Hjálmari. 381 Hjálmars var ekkert að setja; þau voru svartar vaðmáls- buxur og treyja úr svörtu klæði, sem var orðin snjáð. Þegar Hjálmar fór, lét móðir mín okkur drengina, ]ó- hann og mig, fylgja honum út að vaðinu á Svartá (eða Húseyjarkvísl, sem áin er kölluð þar), en báðum okkur kom saman um það, að við hefðum verið hræddir við Hjálmar. Sama sagði Gísli bréðir minn, sem nú er prest- ur í Stafholti, að hann hefði verið, þegar hann fylgdi Hjálmari sama veg fám árum síðar. — Þessi heimsókn Bólu- Hjálmars að Krossa- nesi var einhverntíma á árunum 1861 — 64. Hjálmar átti heima austan Héraðsvatna og komst ungur í þjófn- aðarmál, en hafði þó engu stolið, og í mál fyrir að hafa brent Bólu ofan af sér, sem hann mun hafa verið alveg saklaus af. Þó Hjálmar væri fríkendur, var hann dæmdur í málskostnað 200 rdl., og þó Lárus Thorarensen í Enni, sýslumaður, gæfi honum 50 rdl., misti Hjálmar þó jörðina. Af þessu og lunderni hans varð hann bitur og illskeyttur, og orti níð um marga menn. Austan Héraðsvatna var hann eins og vargur í véum, og aldrei heyrði ég jafn illa talað um nokkurn mann í Skagafirði og Hjálmar. Vestan Héraðsvatna átti Myndin af Bólu-Hjálmari. Gerð af Ríkarði Jónssvni.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.