Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Side 60

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Side 60
382 Myndin af Bólu-Hjálmari. IÐUNN Hjálmar þó heldur friðland, en þangað bárust þó sög- urnar. Vera má, að það hafi haft einhver áhrif á okkur drengina, sem vorum látnir fylgja honum. Skýrasta dæmið upp á óvináttu manna við Hjálmar er sagan af Guðmundi í Árbæ og fyrirsát hans fyrir Hjálmari (Sunn- anfari 1900, VIII. 1, bls. 6). Hjálmar hafði ort Tíma- rímu um Austurdælinga, kallað Guðmund »rógbera«, og sagði að »illa greri hrúður hár« til að gefa í skyn að Guðmundur hefði haft geitur. »Jökulsá hin eystri (stendur í Sunnanfara) rennur eftir Austurdal og er versta vatnsfall. Skamt fyrir neðan Árbæ gengur fram að henni snarbrattur melur. Á sumrin var gengið framan í þeim mel eftir götuslóðum! En á vetrum lagði svell- bunka fram af honum ofan að ánni, og þá þótt engum fært framan í melnum, nema Hjálmari. Hann ómakaði sig aldrei upp á melinn, því hann var fyrirtaks fimleika- rnaður*. »Nokkuð fyrir utan melinn, en hinumegin við ána, er bærinn Skatastaðir. Þar átti Hjálmar helzt friðland og kom þangað stundum. Fyrir neðan bæinn er kláfur á ánni, og þaðan er hans gætt. En aldrei lét Hjálmar leysa kláfinn fyrir sig, heldur fór hann yfir ána á kláf- strengjunum einum*. Um vetur einn í ísalögum hafði Hjálmar farið inn að Árbæ og út að Ánaslöðum. Guðmundur setti þá út börn sín til að gæta ferða Hjálmars, er hann kæmi aftur. Einar H. Kvaran lýsir Guðmundi svo: »Hann var lágur maður, dökkhærður, harðlegur og afar-snarlegur, jafn- gamall maður* sem hann var. Þegar honum er sagt til Hjálmars, fer Guðmundur niður í melinn og situr þar fyrir Hjálmari við svellbunka, og ætlaði að færa hann í Jökulsá, þegar hann kæmi. En biðin verður löng og

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.