Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Page 69

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Page 69
IÐUNN Ungir rithöfundar. 391 það kirkjan í »Vefaranum«, sem gengur sigrandi með sálina af hólmi, en konan sekkur úf í frásagnarleysið, buguð af sorgum. Þessi úrslit eru eðlileg, þar sem bar- ist er um sál skáldsins, því að hún er andlegs uppruna eins og kirkjan, en það skal sagt konunni til uppreisnar, að hún hefði vafalaust hrós3Ö sigri, ef baráttan hefði staðið um hold skáldsins, því að konan er dýrðleg upp- spretta alls hins dásamlega mannlegs holds á jörðinni. Þegar auga er komið á þetta, verða fáránlegar allar deilur um einstök atriði í efni bókarinnar. Hún er eng- inn boðskapur, hvorki fagnaðar né ófagnaðar. Hún er lýsing á vopnaviðskiftum og vígbrögðum. Það eru dregnar upp myndir, ýmist tælandi eða fælandi, ýmist fagrar eða Ijótar, ýmist saklausar eða syndum spiltar, eftir því, hverjar þykja baráttuöflunum vænlegastar til sigurs, og hvert viðhorf skáldsálin veitir þeim eftir því, hversu hún sfillist í þann og þann svipinn fyrir innan- aðkomandi hvatir eða utanaðkomandi áhrif atvika og ör- laga, og það hefir í sjálfu sér engin áhrif á gildi bók- arinnar, hvort lesandanum eru þessar myndir geðfeldar eða ógeðfeldar. Hún er eins og veðurfarslýsing, þar sem það er skráð, sem viðrar, hvort sem það er sólskin eða súld, hret eða hlýindi, stormur eða logn, frost eða þíða, og spurningin er að eins um það, hvort lýsingarnar eru sannar. Fróðleikurinn um hvort tveggja er merkilegur, en munurinn er sá, að margir eru til vitnisburðar um veðrið, en um ólguna og straumhvörfin í skáldsálinni fær enginn borið nema skáldið sjálft, enda er svo einnig um hugarástand hvers sem er. „Hugr einn þat veit, es býr hjarta nær; einn es hann sér of sefa“, segir hin forna spekin. Um sannindi sálarlífslýsinga verður

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.