Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Side 73

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Side 73
3ÐUNN Ungir rithöfundar. 395 að kýta þær í snjáðan og þröngan búning framliðinna hug- mynda, þótt fagur hafi þótt og við vöxt á sinni tíð. Hann fylgir dæmi fornskáldanna um það að gera sér ný orð eftir þörfum og endurlífgar með því og eykur mátt tungunnar, svo að hún verður aftur að lifandi máli, eins og hún varð fyrir þeirra tilverknað, og hann hikar heldur ekki við að blása nýjum lífsanda í forn orð, sem andinn hefir kulnað úr á eymdaröldunum eða visnað hafa á blaðurtungum andlausra smámenna. Hann gerir það satt, sem Einar Benediktsson segir, að „orð er á íslandi til, um alt, sem er hugsað á jörðu“, og því er hann líklegur til að vinna tungu vorri nýtt viðreisnarstarf með því að temja mönnum við tungu ný og gömul íslenzk orð um nýjar hugmyndir, sem berast frá hinum nýju menningaröldum umheimsins, svo að almenningur frelsist frá að taka upp hálfskilin og óskilin og afbökuð útlend orð um þær. Þetta er ekki hið sízta bókmentalegt gildi rita Halldórs í beinustu merkingu orðanna. Hér hefir af ásettu ráði ekki verið hirt um að rekja efni rita Halldórs né heldur að grafast fyrir samningar- lögmálin, er í þeim birtast, eða telja fram þær nýjungar, er hann hefir áunnið málinu. Ekki hefir heldur verið hirt um að tína til það, or að ritum Halldórs mætti finna í einstökum atriðum, að minsta kosti frá almennu sjónarmiði um ritlist og fegurðarfræði hennar. Það er alt meðal verkefna þeirra, sem við háskóla vorn leggja stund á rannsókn íslenzkra bókmenta og íslenzkrar tungu. Það er sjálfsagt hvert um sig efni í slöttungsbækur, því að svo er um auðugan garð að gresja í ritum Halldórs í þessum efnum, að margur hefir gengið þangað með tínu- kerin, sem minni fanga var von. Þess eru og dæmi, að

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.