Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Page 74

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Page 74
396 Ungir rithöfundar. ÍDUNN menn »urðu doktorar á því«, sem miður var athugunar- vert en gerðin á ritum Halldórs. Hér hefir ekki verið um annað hugsað en að benda á nokkur höfuðatriði í höfundarstarfsemi Halldórs Kiljans Laxness, um leið og hans væri minst meðal annara nýjustu höfunda íslenzkra bókmenta. Að endingu skutu allir, sem yndis mega njóta við lestur, hvattir til þess að lesa vandlega rit Halldórs, einkum >Vefarann« og »Alþýðubókina«. Það er ómaks- ins vert, þótt það jafnvel yrði ekki til annars en venja af ýmsum lesendum þann bannsettan tepruskap við ný- stárlegar hugmyndir og fágæt umræðuefni, sem háir þeim við lestur og bókmentanautn. Jafnframt skal því skofið til skólamannanna, hvort samvizka þeirra myndi ekki þola það að ráðleggja að minsta kosti hinum þroskaðri nemendum sínum að lesa þessar bækur sér til »uppbyggingar«. Það er ekki að vita, nema sú tíð komi, að sjálfsagt þyki að heimta til prófs í almennum mentum svo eða svo mikla þekkingu í helztu ritum Halldórs Kiljans Laxness, og þá væri svo notalegt fyrir þá, sem upp á þessu tækju nú, að hafa með því trygt sér »grafskrift með góðu mannorði« í menningarsögu þjóðarinnar. Það skal hér með tekið fram til að greiða fyrir þessu, að þessarar uppástungu minnar þarf þá ekki að geta að neinu. Ég verð dauður. Hallbjörn Halldórsson.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.