Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Side 76

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Side 76
398 Heimskautafærsla. IÐUNN þannig augljósf, að sjávarborðsbreytingar, bæði snöggar og hægfara, stafa oft af völdum hreyfinga jarðskurnsins. Sjórinn dregst að ströndum stórra meginlanda. Þannig stendur hann þar hærra en við eyjar í úthöfum. Loks gætu höfin ýmist aukist eða minkað við það, að ýmist mikið eða lítið af vatni væri bundið í jarðlögunum og í ísum. Sjávarborðsbreytingar, eða breytingar á afstöðu lands og sjávarborðs, stafa þannig af mörgum orsökum. Hér að framan hefir verið sýnt, að þessu sé eins farið um loftslagsbreytingarnar. En þrátt fyrir þetta, er þó talið, að samband sé milli sjávarborðsbreytinga og loftslagsbreyt- inga, þannig, að reglan hafi venð, að farið hafi saman hátt sjávarborð og heitt loftslag, og eins aftur á móti lágt sjávarborð og kalt loftslag.1) Stundum hefir reyndar brugðið nokkuð frá þessari meginreglu, og eru ástæð- urnar íil þess skiljanlegar, eins og síðar verður sýnt. Þetta bendir til þess, að aðalorsök bæði loftslagsbreyt- inga og sjávarborðsbreytinga sé í raun og veru ein, eða að loftslagsbreytingar og sjávarborðsbreytingar sé af sömu rót runnar. Jörðin er flötust um heimskautin. Þess vegna hlyti að leiða af heimskautafærslu ekki aðeins loftslagsbreytingar, heldur og sjávarborðsbreytingar, og það einmitt á þann hátt, er nú var nefnt. Sökum miðflóttaaflsins og þyngd- arinnar myndi sjávarborð lækka við lönd, sem fjarlægj- ast miðjarðarlínu, en það myndi hins vegar hækka við lönd, sem nálægjast hana.2) Samskonar samband myndi 1) Geologiens Grunder II., av W. Ramsay, bls. 102: „--------------' — de mesl plioterma perioderna sammanfallit med de stora trans- gressionerna, — — — de kallaste perioderna sammanfalla med de tider, dá bergen och landmassorna uppnátt sin största höjd,---------“• 2) Nokkuru eftir að mér datt þessi skýring á sjávarborðsbreyt- ingum í hug, sá ég í „Lögréttu" frá árinu 1908, bls. 62, að Guðm. ■G. Bárðarson, nú mentaskólakennari, hefir bent á þetta sama. Síðan hefi ég ekki séð annað um þetta efni, nema hvað G. G. Ð- víkur að þvf með fáum orðum i jarðfræði sinni. í ýmsum ritum um jarðfræði er þó minst á heimskautafærslu, en þá eingöngu > sambandi við Ioftslagsbreytingar.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.