Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Side 79

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Side 79
fÐUNN Heimskautafærsla. 401 utan þá, 2—3 mílur frá fjarðaopunum, 120—140 m. í Noregi er algengt dýpi inni í fjörðum 400—600 m. En fyrir utan firði þar er dýpið 140 — 200 m. Það mun vera algengasta skoðunin, að hið miklu dýpi inni í mörgum fjörðum stafi af því, að þar hafi þunga og þrýstingar, frá aðaljöklinum að baki, gætt mest, en í fjarðamynnunum hafi sjórinn lyft undir jökulsporðinn og dregið úr afli hans. En þá hefir sjávarborð ekki getað staðið miklu lægra, er firðirnir mynduðust, en nú — eins og þó hefði mátt vænta eftir reglunni um lofts- lagsbreytingar. Það hefir að minsta kosti ekki getað staðið lægra en nú, er sumir firðir mynduðust, hafi þeir mynd- ast á þennan hátt, því að svo er grunt í mynnum sumra fjarða, þó að mikið dýpi sje inni í þeim. Þannig hefir fundist 150—170 m. dýpi í fjörðunum á Barðaströnd, þó að aðeins 15—17 m. dýpi sé í Breiðafirði fyrir utan þá. En svo er munurinn á dýpi inni í sumum fjörðum og í mynnum þeirra svo mikill, að mjög ósennilegt er, ef ekki alveg ómögulegt, að hann sé kominn fram á þennan hátt. Inni í Sognsæ í Noregi er þannig 1244 m. dýpi, en í mynni hans aðeins 158 m. Is, sem lá með miklum þunga á botni fjarðarins á 1244 ,m. dýpi, gat ekki flotið í mynni hans í 158 m. dýpi. I minsta lagi hljóta jafnan 6fr af ís, sem er á floti, að vera undir yfir- borði sjávar. Þess vegna hefði dýpið átt að verða að- eins litlu minna í mynni fjarðarins og fyrir framan það en inni í firðinum. Tilgáta þessi er því mjög ósennileg. ísinn þarf ekki heldur á lyftiafli vatns né sjávar að halda, til að geta grafið dældir, jafnvel í fast berg. Mörg stöðu- vötn fylla einnig dældir, sem jöklar hafa myndað á jök- ultímanum. En augljóst er, að þær eru ekki myndaðar á sama hátt og getið hefir verið til um firðina og nú var nefnt. Margt er þó líkt um sum dalvötnin og firð- ina, og ekki er ósennilegt, að hvorttveggja sé myndað á likan hátt. Eins og minst var á hér að framan, eru miklar líkur til þess, að sjávarborð hafi staðið miklum mun lægra á jökultímanum en nú. Mynni margra fjarða hafa þá verið annaðhvort mjög grunn eða algerlega ofan sjávar. Skrið-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.