Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Side 80

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Side 80
402 Heimskautafærsla. IÐUNN jöklar hafa þá ýzt út flóana og aðalfirðina. Skriðjöklar, er komu út smærri firðina, er ganga inn úr flóunum og aðalfjörðunum, hafa því ekki getað skafið upp úr botn- um smærri fjarðanna og dýpkað þá lengra út en í mynni þeirra, því að þar hlífði skriðjökull flóans eða aðal- fjarðarins. Inni í sumum aðalfjörðum er meira dýpi en í mynn- um þeirra. Þannig er það t. d. um ísafjarðardjúp. Senni- lega hefir sjávarborð staðið lægra, er skriðjöklar grófu dældirnar í botna aðalfjarðanna en er þeir skófu upp úr botnum aukafjarðanna eða hliðarfjarðanna og mynd- uðu dældirnar í þá. Sjávarborð hefir þá jafnvel staðið eðeins lágt frá brún grunnsævisflatarins eða landgrunns- ins1)- Landgrunnið hefir þá verið hulið jökulbreiðu út á brún. Þess vegna hafa skriðjöklar, er þokuðust út aðal- firðina, ekki getað skafið nema upp úr botnum aðal- fjarðanna og aðeins stutt út fyrir mynni þeirra. í mynn- um þeirra urðu skriðjöklarnir að brjóta sér Ieið upp og fram á ísbreiðuna á landgrunninu, er stóð að mestu föst fyrir þeim. Miklar líkur eru til þess, að firðir myndist á þennan hátt í heimskautalöndunum nú2). Við strendur Victoriu- lands, í heimskautabeltinu syðra, er ísfláki mikill (Ross Barrier), mörg hundruð kilómetrar á breidd, er stendur að mestu fastur fyrir skriðjöklunum, er koma af landinu, Botninn hlýtur því að grafast dýpra niður undir skrið- 1) Landgrunnið er noltkurn veginn slétlur flötur úl frá ströndum landsins, niður á hér um bil 200 m. dípi. Ur því snardýpkar. 2) The antarctic land of Victoria, by M. Zimmermann. Ann. Rep. of the Smifhsonian Institulion 1909, bls. 342: Along Victoria Land to the extreme south the immense glaciers of Shackleton and Barne inlets tend by their movement to push the barriers (Ross Barrier) away from Ihe land. There results from this a region of chaos; the surface of the sheet undulates in long ridges, is rifled with crevasses and with veritable chasms encumbered with a confusion of glaciai débris and of new material fallen from the liltoral heighs wich extend between the barriers and the land. But at 10 miles from Ihe coast all of the inequalitties disappear and the monotonous surface of the great snowplain wilhout ridge or crevasse extends until lost to view.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.