Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Side 82

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Side 82
404 Heimskautafærsla. IÐUNN draga úr núningi skriðjöklanna í mynnum djúpálanna, eins og ísspildurnar fyrir framan marga firði hafa gert í mynnum þeirra. Það er álit, jarðfræðinga, að sjávarbrim hafi myndað landgrunnið. Úti á brúnum þess er um 200 m. dýpi. Áhrifa brims gætir aðeins á tiltölulega litlu dýpi. Er því augljóst, að sjávarborð hefir hlotið að standa miklu lægra, þegar landgrunnið myndaðist, en nú. Það er eins um landgrunnið og djúpálana, að mestar eru líkurnar til að það hafi verið á jökultímanum, að sjávarborð hafi staðið svo lágt, að landgrunn gæti myndast1). En þá verður það ísinn, sem á aðalþáttinn í myndun þess, en ekki brim. Skriðjöklar hafa grafið dali og firði í brúnir hálendisins, þar sem nú er landgrunnið, ýmist út til hafs, eða ofan að djúpálunum, sem myndast hafa fyrst. Síðan hafa jöklar sorfið sundur hryggina, nesin og tangana, milli dalanna og fjarðanna, í eyjar og sker. Smám saman hafa þeir svo skafið utan úr eyjum og skerjum og eytt þeim. Yfir- borð landgrunnsins hefir svo jafnast enn betur við það, að það hefir hulist þykkri ísbreiðu, er ýttist jafnt og þétt fram eftir því undan afli skriðjökla af landi. Á hlýviðrisskeiðum á jökultímanum hefir sjávarborð staðið hér hærra en nú. Sævarmyndanir frá slíkum hlý- viðrisskeiðum, t. d. í Fossvogi við Skerjafjörð og víðar, sýna það. Um lok jökultímans, er loflslag var farið að hlýna og jöklar farnir að hverfa af strandlendinu, hæltkaði jafn- •framt sjávarborð, svo að láglendin huldust sjó. Eftir að loftslag hafði kólnað nokkuð aftur og sjávarborð lækkað, hlýnaði enn á ný, nokkurum þúsundum ára fyrir land- námstíð, um leið og sjávarborð hækkaði, eins og sævar- myndanir við Húnaflóa sýna (purpura-skeiðið). Síðan 1) Prófessor Fr. Nansen álítur aö landgrunnið við Noreg haf> myndast á pliocentímanum. Samkvæmt tilgátunni um heimskauta- færslu ætti landgrunnið hér við land að hafa myndast um sawa Ieyti og landgrunnið við Noreg. Nú vita menn líka að jökultímin11 hefir byrjað hér miklu fyr en álitið var til skamms tíma. Hefm dr. Helgi Péturss leitt það í Ijós með skýringu sinni á myndun móbergsins.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.