Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Side 87

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Side 87
IÐUNN Nýjar bækur. 409 sítar, meðan Rómaborg er að brenna. Slíkt er þó ekki tiltökumál. Eitt kvæði í bókinni er gert af svo mikilli snilld og svo einlægri tilfmningu, að það gæti borið uppi heila bók eitt saman; það er hið gullfagra kvæði »Konan, sem kyndir ofninn minn«. Slíkt kvæði, svo einfalt, lát- laust og satt, yrkja ekki aðrir en snillingar. Ljóð Davíðs hafa átt mikilli kvenhylli að fagna, og er það ekki undarlegt. Hann elskar sjálfur kvenfólkið og á goft með að setja sig í þess spor, sbr. kvæðin um »Hall- arfrúna* og »Mannlýsing«. Fögur ástakvæði eru og í bókinni, t. d. »Kveðja« o. fl. En þó get ég trúað því, að »Ný kvæði* verði kvenfólkinu frekar vonbrigði. Kvæðin um Neró, um Axlar-Björn — og jafnvel kvæðið um Hræ- rek kóng eru trauðla þecs eðlis, að þau hrífi kvenþjóð- ina. En ef til vill geðjast karlmönnunum betur að þeim. Ádeilurnar í bókinni eru sumar góðar, t. d. »Bærinn er frægur* og »Rottur« og jafnvel »Rússneskur prestur«, en aðrar lakari, t. d. »Skriftamál gamla prestsins«, sem skýtur yfir markið og verður því áhrifalítið. Davíð er »dramatiskur« í kvæðum sínum, og þau ertr" öll á ferð og flugi. Þau eru að vísu sum nokkuð yfir- borðsleg, en í hinum beztu þeirra er líf og fjör, sem laðar og hrífur. Og hann hefir sýnt með þessari bók, að hann á einnig dýpri óma í hörpu sinni. — Davíð Stefánsson er eins og gjósandi eldfjall, — Jón Magnússon skáld er eins og hægur, þungur straumur eða sem lygn og djúpur hylur. En »det stille Vand har den dybe Grund«, — og þó að kvæði Jóns láti ekki tnikið yfir sér, þá finnur maður þunga innileikans og einlægninnar á bak við þau. Þau eru og full af mynd- bm, — skáldið sér heiminn yfirleitt á þann hátt, sem ég var að ,tala um áðan að einkendi ljóðræn skáld sérstak- lega. »í vestur halda húmsins fákar; þeir hrista’ um loft hið brúna fax«, o. s. frv. Þetta er ekta skáldleg sýn, og •flargar slíkar eru bæði í þessu kvæði (»Haust«) og mörgurn öðrum. — Jón er ólíkur Davíð einnig að því leyti, að hann er aðallega skáld náttúrunnar og áhrifa hennar á sálina, en Davíð er aðallega skáld mannlífsins. Þó eru einnig til ágætar mannlífslýsingar í »Hjörðum«,

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.