Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Síða 91

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Síða 91
IÐUNN Nýjar bækur. 413 Verður því og ekki neitað, að hún er meir en sæmileg — að vöxtum. Oðru eins syndaflóði af ljóðum hefir trauðla verið steypt yfir þjóðina fyr á einu hausti. Ljóðabæk- urnar munu verða eigi færri en þrettán, ef alt er talið, sumar aðeins óútkomnar, er þetta er skrifað. Um gæði þessarar miklu uppskeru verða skoðanirnar ef til vill skiftari. Grunur leikur mér á, að það verði mál margra, að sumar þessara ljóðabóka væru betur geymdar í skrifborðsskúffum höfundanna en í hillum bóksalanna, þar sem þær safna ryki og verða jafnvel til þess að vekja ótrú og leiða lesandi manna á öllu, sem ljóðagerð heitir. En ekki tjáir um það að fást. Prentfrelsi er í lög leitt í þessu landi — sem betur fer. Af skáldsögum hefir ekki verið slík of-framleiðsla í ár eins og í ljóðagerðinni. Og skáldsögurnar eru líka jafn- ari að gæðum. Flest af því, sem út hefir komið á árinu í þeirri grein, er þannig vaxið, að íslenzkum bókmentum er fengur í — heldur en hitt. Stærsta og veigamesta skáldsagan er »Saga af Bróður Vlfing* eftir Friðrik Ásmundsson Brekkan. Saga þessi er upphaflega rituð á dönsku og heitir þar Ulveungernes Broder. Nú er hún komin út á íslenzku, endursamin af höf. og nokkuð aukin. Þetta er söguleg skáldsaga, frá víkingaöldinni, bygð á frásögn Njálu um Brjánsbardaga og tildrög hans. Hina stuttu frásögn um Bróður víking hefir höf. gripið og gert sér að yrkisefni. Hann hefir lifað sig inn í örlög þessa manns og látið sig dreyma þann lífsferil, frá vöggu til grafar, sem gaf að útkomu þau endalok, er Njála segir frá. Bróðir er sonur norræns víkings og írskrar konu, en elst upp hjá kristnum einsetumanni. Þegar frá upphafi er eðli hans tvíþætt og,tvískift: annars vegar norrænt harðlyndi og dáðaþrek Ásadýrkandans, hins vegar írskt draumlyndi, ólgandi og ástríðuþrungið. Bróðir kemur í klaustur og gerist ofstækisfullur meinlætamaður og boðari kristins siðs. í þeim erindum kemur hann til hirðar Olafs konungs Kvarans i Dýflinni. Þar mætir hann örlögum sínum í líki Kormlaðar (Gormflaith) drotningar, sem er allra kvenna fegurst. Þau gefa sig hvort öðru á vald, og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.