Kirkjuritið - 01.04.1944, Page 18

Kirkjuritið - 01.04.1944, Page 18
136 Benjamín Kristjánsson: Apríl-Mai. hinum jarðnesku. Fannst oddvitum kommúnismans þessvegna kirkjan og kristindómurinn véra sérstaklega á bandi auðvaldsins og lögðu á liana óslökkvandi hatur. Og það er venjulegast auðveldara að fá menn til að finna sárt til líkamlegra þarfa en andlegra. Allir skilja það, ef þeir eru svangir og klæðlausir, og sjálf viðhalds- livöl lífsins knýr þá til að klóra í bakkann. En hitt finna menn síður, þótt sálin sé fálæk og tötrum klædd. Það er þvi auðvelít að æsa hungraðan mann til ofheldis- verka og létt verk að innræta honum hatur til allra, sem lionum er talin trú um, að standi í vegi fyrir stundar- hagsmunum hans. Eins er það greiðari leið að æsa upp í mönnum frumstæðar og eigingjarnar livaíir en að leiða þá á veg sjálfsfórnar og mannkærleika. Þessi fé- lagsmálaþróun hefir því markvist unnið að þvi til sið- ustu tíma að revna að útrýma kristindóminum og telja fylgjendum sínum trú um, að hann sé ekkert aníiað en hjátrú og hleypidómur, sem notaður væri sem vopn i hönduin valdhafanna gegn uppreist þeirra, sem máttar- minni eru. Þannig hefir straumur tímans hvarvetna horið hugi manna hurt frá trúarbrögðunum. Fjöldi manna er kristindóminum heinlínis fráhverfur, en ennþá fleiri eru þó hinir, sem hirðulausir eru með öllu um kristin- dóminn, annaðhvort al' því, að þeim finnst lifið hér á jörðu veita sér ærna fullnægju í hráð, og þeir eru önn- um kafnir við að njóta þess, eða þá að einn hugsar um akur sinn og annar um kaupska]) sinn, eins og i dæmi- sögunni stendur, og þeim fiiinst þeir ekki hafa tíma til annara hluta. Loks eru alimargir, sem ekki geict trú- að, þótt þeir fegnir vildu. ÖII rás heimsins sýnist þeim vitna gegn því, að nokkur Guð, og þá allra sízl mis- kunnsamur Guð, geti verið lil og látið þau ósköp gerast, sem iðulega dynja yfir heimshyggðina.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.