Kirkjuritið - 01.05.1965, Page 44
282
KIItKJURITIÐ
manna: „Er liann almáttugur? Og ef svo er: Hví lætur hann ])á
allt það fara fram í heiminum, sem gerst liefir síSustu árin?“
Svo mjög liefir menn hrylt við ýmsu, að stundum hefir þeim
ekki fundist nema um tvennt að velja: annaðhvort væri guð
góðviljaður, en ekki nægilega máttugur, eða ef liann væri
nægilega máttugur, þá gæti liann ekki verið nógu góðviljað-
ur. Svo alvarlega liafa atburðirnir stundum þrýst að mönn-
unum, að þeim hefir fundist um jietta tvent að velja: ómátt-
ugan guð eða vondan guð. Og hið einkennilega er, að nái slík
liugsun að festast í sál einhvers með sannfæringarkrafti, þá lief-
ir guðshugmyndin misst allt vald sitt yfir slíkum rnanni. Sú er
reynsla mannkynsins nú orðið. Frajman af æfi þess gerðu menh
sér það ekki eins ljóst. Hræðslan við guðina var að upphafi
ríkasti þátturinn í guðstrúnni með þjóðunum á frumstiginu.
Og sjaldnast liafa menn efast um mátt guðdómsins, livernig
sem trúnni annars liefir verið farið. Hilt hefir æ orðið áleitn-
ari spurning: Er guð heilagur og gæzkuríkur? Standa siðferði-
leg öfl hak við alheiminn?
Það er ekki annað sýnna en efi og hugarstríð liafi legið hak
við spurninguna Iijá Filippusi, er liann sagði þetta við Jesú:
„Herra, sýn oss föðurinn og þá nægir oss.“ Þrátt fyrir alt, sem
Jesús hafði sagt og gert, hafði Filippus enn ekki sannfærst
urn, að höfundur tilverunnar væri slíkur, að liann gæti óhrædtl-
ur og ókvíðinn trúað Iionum fyrir sér. Þegar liann leit á til-
veruna, á líf sitt og líf Jesú sjálfs, á viðtökurnar, selm liann
fékk, þá sá Iiann ekkert hlíðuhros á ásýnd veraldarinnar og
lieyrði ekkert föðurhjarta slá bak við viðburði lífsins. Að vísu
liafði liann heyrt Jesúm lýsa guði sem föður, en honum fanst
þrátt fyrir allt hann ekki sjá þann föður í tilverunni né lífinu.
Fyrir því segir hann við meistara sinn: „Herra, sýn þú oss
föðurinn, og þá nægir oss.“ Á nútíðarmáli mætti orða hugs-
anir hans á þessa leið: Sannfærðu mig um, að gæzkuríkur og
alvitur guð stjórni heiminum — og þá skal ég vera ánægður.
Fjöldi manns gengur með líkar spurningar í sál sinni enn
þann dag í dag, einkum þeir, sem mikið reyna og eittlivað
liugsa. Að líkinditm er ekkert, sem menn langar meira til að
sannfærast um en það, hvort lífið í sjálfu sér liafi ákveðið