Kirkjuritið - 01.05.1965, Síða 59
KIRKJURITIÐ
297
um. Enginn neitar að þeir séu alvarlegir. En oss ætti að nægja
enn sem komið er að fá greinargott vikulegt yfirlit yfir við-
Inirðina í stað daglegra æsifregna um stríð, sem alltaf stendnr
í sama þófinu.
Eg lief það fyrir satt að í útvarpsfréttum annarra Norður-
land sé þetta með öðru bragði. Þar gæti tiltölulega miklu
meira frétta af því sem er að gerast í Evrópu og jöfnum hönd-
um af menningarsviðum, vísindum og stjórnmálum.
Ef vér elskum friðinn og teljum líf vort undir honurn komið
verðum vér að sá til lians en ekki ófriðarins.
Það er ekki kristið bræðraþel, sem finnst sig mestu varða
að fylgjast með manndrápum líkt og knattspyrnu, livar sem
er og livenær sem er um lieim allan.
Dante
Sjö aldir eru liðnar frá því að liann leit dagsins ljós. Öruggt
er talið að liann sé fæddur í maí 1265. Hans er enn getið í lær-
dómsbókum um allan lieim og höfuðrit lians, Divina comedia
sagt eitt af óviðjafnanlegustu meistaraverkum mannsandans.
Sætir næstum furðu að það skuli aldrei hafa komið út á ís-
lenzku, enda þótt ekki sé heiglum lient að þýða það né skýra
svo vel sé.
Allir kannast við uppistöðuna: Dante ferðast fyrst um Víti
°g hreinsunareldinn í fylgd Virgils, liins fornfræga skálds. En
að lokum leiðir Beatrice — konan, sem liann unni heitast og
syrgði sárast — hann um uppsali Paradísar.
Óteljandi menn koma við sögu, flestir aðeins nefndir á nafn.
I‘eir eru líka fremur sem skýringartákn heldur en að verið sé
aÖ segja sögu þeirra.
Skáldið er fyrst og fremst að rekja sögu sálarinnar — sinnar
eigin að menn telja. Hann heldur því fram að manninum sé
sett ákveðið takmark og honum miði annað hvort að því, eða
að liann sé að fjarlægjast það. Ef hann á að ná æskilegum
þroska og sáttum við sjálfan sig, verður hann að vinna sigur
a freistingunum og syndinni í allri hennar myndum.
Dildi verksins felst bæði í víðtækri könnun og djúpstæðri
þekkingu Dantes á manneðlinu og formsnilld hans og háfleygi.