Kirkjuritið - 01.10.1972, Blaðsíða 78
verður að segja skýrt, svo að skilið
verði.
Margir eru þeir, sem biðja, fasta,
gefa til kirkna, gjöra hitt og annað,
lifa góðu lífi fyrir mönnum. Spyrjirðu
þá, hvort þeir séu vissir um, að Guð
hafi velþóknun á því, sem þeir gjöra
þannig, svara þeir nei. Þeir vita það
ekki og efast um það. Auk þess
leiða sumir miklir menntamenn þá
afvega og segja, að það sé ekki
nauðsynlegt. Takið eftir, að öll eru
þessi verk gjörð án trúarinnar. Því
eru þau ekkert og algjörlega dauð.
Því að eins og samvizka þeirra er
stödd gagnvart Guði og trúir, svo
eru og verkin, sem af leiðir. Þá er
engin trú, engin samvizka gagnvart
Guði. Því að verkin eru höfuðlaus
og allt líf þeirra og góð breytni
ekki neitt. Því fer svo: Þegar ég legg
mikið upp úr trúnni og hafna svona
vantrúarverkum, er mér borið á brýn,
að ég banni góð verk, enda þótt
ég vildi gjarna kenna rétt góðverk
trúarinnar.
3. Spyrjir þú enn, hvort þeir telji
það góð verk, þegar þeir vinna hand-
verk sitt, ganga, standa, drekka, sofa
og vinna alls konar góð verk lík-
amanum til viðhalds eða almennra
nytja, og hvort þeir trúi, að Guð
hafi velþóknun á þeim í því, þá
kemst þú að þvl, að þeir eiga aðeins
við bœnagjörð í kirkju, föstu og ölm-
usugjörðir. Hin verkin telja þeir fá-
nýt, Guð hirði ekki um þau, og
þannig stytta þeir og rýra þjónust-
una við Guð með vantrú sinni, en
honum þjónar allt, sem unnt er að
gjöra, tala og hugsa í trúnni. Þannig
kennir Prédikarinn 9: ,,Far því og
et brauð þitt með ánœgju og drekk
vín þitt með glöðu hjarta, þvi að
Guð hefur þegar lengi haft þóknun
á verkum þínum. Klœði þín séu œtíð
hvít, og höfuð þitt skorti aldrei olíu.
Njót þú lífsins með þeirri konu, sem
þú elskar, alla daga þíns fánýta lífs'
sem hann hefur gefið þér." —
„Klœði þín séu œtíð hvít", það er:
Oll verk vor skulu vera góð, hverju
nafni sem nefnast og án alls grein-
armunar. En hvít eru þau, þegar ég
er viss um og trúi, að Guð hafi þókn-
un á þeim. Og þá brestur mig aldrei
olíu góðrar samvizku á höfuð sále
minni. Svo segir Kristur í Jóh. 8: „É9
gjöri œtíð það, sem honum er þókn-
anlegt." Hvernig gjörði hann það
œtíð, þótt hann œti, drykki og svcefi
á sínum tíma? Og Jóhannes segir
í I. Jóh. 3: „Af þessu munum ver
þekkja, að vér erum sannleikans meg-
in, og munum geta friðað hjörtu v°'
frammi fyrir honum, hvað sem hjad®
vort kann að dœma oss fyrir; þvl
að Guð er meiri en hjarta vort o9
þekkir alla hluti. Þér elskaðir, e^
hjartað ásakar oss ekki, þá höfum
vér djörfung til Guðs, og hvað sem
vér biðjum um, fáum vér hjá honum<
af því að vér höldum boðorð hans og
gjörum það, sem honum er þóknan-
legt."
Enn fremur: „Hver, sem af Gu°'
er fœddur," — þ.e. hver, sem trúir
og treystir Guði, — „drýgir ekki synð
og getur ekki syndgað." Enn fremur-
„Enginn þeirra mun syndga, er hon-
um treysta." Og í Sálmi 2:
er hver sá, er leitar hœlis hjá hon-
um." Sé það satt, hlýtur allt að vera
gott, sem þeir gjöra, eða þeim fyrir'
268