Kirkjuritið - 01.10.1972, Blaðsíða 66
Manndrápin í Burundi
Enska kirkjan í Burundi hefir misst
þriðjunginn af prestum sínum í eyð-
ingarherferð á hendur Hutuœttflokkn-
um. Sömu örlög hafa hlotið fjöldi
hjúkrunarmanna, kennara og trú-
boða á afskekktum stöðum. Sumir
hafa verið skotnir á staðnum, en
miklu fleiri hafa verið fiuttir á brott
í vörubílum og ekkert framar til
þeirra spurzt. Þessi fjöldamorð á
Hutuœttflokknum, sem aðallega er
bœndafólk, eru hefndaraðgerðir fyrir
uppreisn þessa œttflokks í aprll s.l.
gegn Tutsiœttflokknum, sem er í
minnihluta í landinu, en fer með öll
völd. Þessar hefndaraðgerðir hafa
ekki beinzt að Evrópumönnum enn
sem komið er. Kirkjan í Burundi hefir
goldið mikið afhroð vegna ofsókna
og fjöldamorða, en á hinn bóignn
berasf fregnir af miklu þolgœði í
þjáningu og píslarvœtti.
Skólastjóri í barnaskóla nokkrum,
sem leiddur var úf til aftöku, bað
um nokkrar mínútur til ráðstöfunar
og fékk þœr. Hann hóf þá að syngja
sálm, sem á ensku hefst svo: „Out
of my bondage, sorrow and night,
Jesus, I come" (Laus úr fjötrum, nœt-
ursorta og hryggð, kem ég, Jesús).
Við lok fjórða versins hikuðu her-
mennirnir, en skutu hann svo. Úr
öðrum skóla tóku hermenn 50 drengi
og 15 kennara, en létu þar ekki
staðar numið, heldur komu daginn
eftir og sóttu 70 drengi til viðbótar
og fóru með þá á vörubílum sínum.
Síðari hópurinn hafði hugboð um,
að þeir yrðu sóttir, og vörðu nóttinni
til bœna og viðbúnaðar. Þegar þeir
voru settir á bílana, sungu þeir.
Trúboði, sem ferðaðist til Buju-
mura, var stöðvaður við vegatálma.
Hermenn skutu manninn, sem f°r
fyrir honum og spurðu trúboðann síð-
an að því, hvað hann hefðist að-
,,Ég boða fagnaðarerindið," svaraði
hann. „Segðu okkur þá eitthvað,
sögðu hermennirnir. Hann gjörði þa®
og þeir hlýddu á. Að því búnu sögðu
þeir: „Hypjaðu þig", og skutu mann-
inn, sem gekk á eftir honum.
Kristinn maður í Burundi, er iýst
hefir atburðum þar, segir, að í aiin
þjáningunni sé einnig hœgt að koma
auga á það, sem veitir von og hug9'
un. „Orð Guðs á greiðan aðgan9
að skólunum og drengjunum, sern
eftir eru. Hið andlega stríð er einni9
augljóst. Erki-óvinurinn er Satan-
Hvernig geta menn orðið sem
dýr, nema eitthvert voðaafl reki þa
áfram? Biðjið fyrir okkur i guSþi°n„
ustum ykkar. Hvað vill Guð tala vi
kirkju sína í öllum þessum viðbuið
um? Hvert er hið spámannlega °r
í öllu þessu? Þetta er tími óttalausfar
boðunar."
256