Kirkjuritið - 01.10.1972, Blaðsíða 18
og „Sjá, morgunstjarnan blikar blíð".
,,Ef menn kynna sér þau rœkilega,
getur varla hjá þvl farið," segir þar,
,,að þeir verði snortnir af dásamlegri
fegurð og þrótti laganna, er þau birt-
ast þannig í allri sinni dýrð." —
Þá er og rœtt um, að bókina og
sálmana muni e.t.v. skorta heildar-
svip, en hitt er þó talið varhuga-
verðara, ,,er ólíkum stíltegundum er
ruglað saman í þeim skilningi, að
t.d. gömul, „klassisk" kirkjulög fá á
sig 19. aldar „rómantískan" blœ, en
svo hefur farið, eins og kunnugt er,
vegna aðgerða síðari tíma manna."
Og enn segir þar: „Hjá þessu stíl-
leysi höfum vér íslendingar ekki kom-
izt fremur en aðrar þjóðir, og var
engin von til þess. Og úr því höfum
við, sem að þessari bók stöndum,
ekki séð okkur fœrt að bœta nerno
að litlu leyti, eins og áður var a^
vikið. En við höfum viljað gœta þesS/
að þau lög frá fyrri tíð, sem nU
birtast í fyrsta skipti hér á landi<
kœmu fram í réttri mynd og I þeir°
búningi, sem bezt á við."
Hér má sem sé lesa milli l,nCI'
að tími muni til kominn að kasta
rómantíkinni og hyggja að gömlulTI
arfi, sem hún hafi fordjarfað.
Það vœri efni í heila bók að skrifa
um Pála þá, sem kenndir eru vl
orgel og kirkjusöng. Þó verður 1'^
lega lengi einn Páll öðrum umfan9s
meiri, svo að segja má, að hvork'
skorti nú Pétur né Pál I sögu íslenzkrar
kirkjutónlistar. Dr. Pál ísólfsson hefur
208