Kirkjuritið - 01.10.1972, Blaðsíða 94
verður allt það fallegt, sem heilag-
leikanum þjónar.
Hér ó landi eru of víða plett-
kaleikar. Þeir munu hafa komið upp
á 19. öld. Margir þeirra eru tilkomnir
fyrir milligöngu Þjóðminjasafnsins. Á
fyrri hluta þessarar aldar lagði sú
stofnun mikið kapp á að safna kal-
eikum úr kirkjum og endurgalt þá
með þessari vöru auk milligjafar,
þegar um var að rœða meiriháttar
gripi. Skylt er að geta þess til máls-
bóta þessu tiltœki, að víða var á
þeim tíma mjög ábótavant hirðu
kirkna og gœzlu kirkjugripa. Nú hefur
það stórbatnað og fullar horfur eru
á, að það eigi eftir að komast í
fyllsta lag. Þvl œttu söfnuðir nú að
nota velmegun tímans til að afla
sér góðra gripa I stað þessara plett-
kaleika. Ekki skal mœlt með að eyða
fé í skrautgripi, heldur gripi, sem
eru ekta og vel formaðir. Nú á tlm-
um er auðvelt að ná í þá, af hvaða
gerð sem óskað er.
Stœrð kaleika er mjög misjöfn.
Sumir taka hálfan pott (liter), en
venjulega minna. Þjónustukaleikar
taka minna en matskeið.
Patina
Patina er brauðdiskur (diskos), sem
jafnan fylgir kaleik. Hann er smíð-
aður við hœfi kaleiksins þannig, að
hann fellur niður ! kaleikinn, en barm-
ar hans standa út yfir brún kaleiks-
ins. Patinan er úr sama efni og kal-
eikurinn og á hún einnig að vera
gylluð að innan.
I austurkirkjunni er víðast notað
sýrt brauð, og tekur það meira rúm.
Þv! eru patínur þar miklu stœrri og
standa á fœti. Patinu fylgir lítill dúk-
ur, ferhyrndur, og venjulega litlu
stœrri en þvermál patinu. Oftast er
hann stífur eins og spjald. Hann er
ávallt prýddur baldýringu eða ut-
saumi. Venjulega er hann úr fínu
efni. Hann er lagður ofan á patin-
una, þegar hún hefur verið notuð.
Þessi dúkur mun vera til ! flestum
kirkjum hérlendis. Auk hans er oft
annað klœði, miklu stœrra. Það kall-
ast „velum". Það er lagt yfir kaleik
og patinu, sem sett er ofan á kaleik-
inn, meðan það er ekki ! notkun i
messunni, og síðan er það aftur lagt
yfir, þegar þjónustu er lokið. Það
er svo stórt, að það hylur alveg
kaleik og patinu.
Bakstursskrín
í fornkirkjunni var ávallt helgað
meira brauð en notað var ! mess-
unni. Það var sent þeim, sem ekki
komust ! messuna. Var það geymt
í sérstöku íláti, sem nefndist PY^
(og stundum ciborium), en á íslenzka
HUSLKER, bakstursskrín og síðat
oblátuöskjur. [ fyrstu voru þessi !lat
úr tré, en síðar úr silfri, gátu jafnvel
verið úr gulli. Stundum voru skrin
þessi höfð ! dúfulíki og voru þa
hengd upp. Á 14. öld var gerðor
um þau lokaður skápur (tabernacul-
um), sem stóð á altari eða v°r
byggður ! bakvegg altarisins. Á síð-
ari tímum er Pyx venjulega með sama
lagi og kaleikurinn, en með loki yf'r'
sem prýtt er krossi. Arftaki þessa
íláts eru oblátuöskjur þœr, sem nU
eru ! öllum kirkjum hér á landi-
Þœr eru hér v!ða úr tré.
284