Jörð - 01.08.1933, Page 5
Útsýn kristins nútíma-
manns yfir samtíð sína.
III.
Framtíð Kirkjunnar.
B æ n:
F A Ð I R vor, þú sem ert í Himnunum! Ó, að oss auðnist
að veita þér þá dýrkun, sem þér hæfir, vegna eilífs kærleilca
þins; þá dýrkun að vera þér dafnandi bö'rn í hugumst&rri
auðsveipni vegna trausts og elsku. Ó, Faðir, að íslenzlca
lcirkjan beri giftu til að verc. þér æfinlega sllkt dafnandi
bam, og að vér, sem hér erum stödd, könnumst við vom eigin
hluta í lilutverki kirkju þjóðar vorrar; könnumst við hann
með innilegri gleði og högum oss samkvæmt því af drengi-
legri einlægni og staðfestu
1 Jesú Krists nafni. Amen.
KUNNARA er það en frá þurfi að segja, áheyrendur
mínir, að kirkjulíf hefir verið dvínandi á landi voru
árum saman, og er nú, bæði eins vegna og annars, statt
á tímamótum, sem vel gætu reynzt örlagaþrungin. Með
tilliti til þessa vænti ég, að yður þyki ekki nema eðlilegt,
að ég mælist til, að þér gerið svo vel, að íhuga með mér
FRAMTÍÐ KIRKJUNNAR.
Leggið, áheyrendur mínir, til þann áhuga, sem svo
mikilvægt mál á kröfu til: og ég vonast fastlega eftir, að
einlægni beggja aðilja: safnaðar og kennimanns, verði til
þess, að málefnið njóti sín nokkurn veginn.