Jörð - 01.08.1933, Síða 6
4 FRAMTÍÐ KIKKJUNNAR [Jörð
Þeir eru orðnir þó nokkurir i landi hér, sem eru efaðir
í, að Kirkjan eigi sér neina framtíð, vegna þess að til-
veruréttur hennar sé að hverfa úr sögunni. Boðun fagn-
aðarerindisins eigi ekki að eiga sér stað, því að það sé
villukenning um lífið. Skoðun þessi er þó með æði mörg-
um sprottin af bláberum ókunnugleika á gögnum máls-
ins: Þeir hafa brenglað sainan því, sem tímabundið er og
sumt þá blendið í sögu Kirkjunnar, tileinkun hennar og
framkvæmd á hlutverki sínu, — og hlutverkinu sjálfu:
fagnaðarerindinu um Jesú Krist, eins og það er að finna í
guðspjöllunum og þörf samtímans einmitt fyrir það er-
indi.
Þó að þeir séu ekki margir, enn sem komið er, hér á
landi, sem telja, að kristilegar messur ætti með öllu að
leggja niður, þá eru þó, svo sem kunnugt er, hinir afar-
margir og æ fleiri, sem vegna ókirkjurækni virðast í raun
og veru sízt miklu trúaðri á nytsemi kirkju og messu en
beinir afneitarar. Og þegar ástand þetta, svo óviðunandi
sem það hefir verið, tekur nú á sig táknmynd í ályktun
Aiþingis 1932 um fækkun presta, þá virðist ekki ástæðu-
la.ust að ætla, að prestar og aðrir áhugamenn vakni til
einbeittlegri íhugunar en áður, knúðir af hinum nýju til-
efnum, til að hugsa um málefni, sem oss hefði að vísu átt
að vera orðið ljóst fyrir löngu, að þyrfti róttækra og inni-
legra aðgerða við.
Það verður þannig varla komizt undan því lengur, eins
vegna og annars, að Kirkjan íhugi vandlega ráð sitt fyrir
augliti Drottins. En áður en ég held lengra út í slíka í-
hugun hér, vil ég leyfa mér að beina athygli yðar, áheyr-
endur mínir, að því, að Kirkjan er vitanlega ekki einungis
prestarnir, heldur er hún allir þeir, sem trúa d Jesú
Krist. —
SPURNINGIN, sem Kirkjan verður að svara fyrir
augliti Drottins síns er þá þessi: Hvernig stendur á því,
aö heimurinn er aö snúa sér frá henni enn þá meir en áö-
ur var? Hvers vegna er heimurinn, sem í einu er þjáður
og i undursamlega máttugri framför í öllum ytri efnum,