Jörð - 01.08.1933, Side 7
FRAMTÍÐ KIRKJUNNAR
5
Jörð]
svo að segja hættur að vænta sér neins af Kirkjunni til
úrlausnar vandamálum sínum, til upplýsingar, göfgunar,
tryggingar framförum sínum? Hvers vegna?
Ég ætla að leyfa mér að láta skoðun mína uppi: Það er
a,f því, að hún hefir ekki fylgt Meistara sínum og Drottni
fast eftir. Trú hennar hefir yfirleitt verið hálfvolg eða
blendin. Hún hefir því ekki megnað að leggja hið lífgandi
orð til málanna með sannfæranda afli. Þess vegna eru
spor Kirkjunnar heldur ekki almennt auðkennd af þeim
ótvíræða árangri, sem vænta mætti; heldur verður svo að
segja að leita árangurinn uppi í æfi og vegsummerkjum
tiltölulega fárra lærisveina, — og mun það þó að vísu
nægja til þess að sýna, að þar sem aðferðum fagnáðar-
erindisins er í raun og vem, beitt í trú, þar stendur held-
ur ekki á árangri slikum, sem varla er annarstaðar að
finna. Með fyllingu sannleika og lífs að baki sér, mun
Kirkjan megna að koma fram þeim myndugleika, sem
ávalt auðkennir hvern, er finnur til þess, að hann er ein-
ungis auðsveipur þjónn sannleikans, lífsins. Sú tilfinning
mun ekki bregðast liðsmanni Jesú Krists; þeim, er fylgir
honum fast og óttalaust eftir á þeim vegum að sinna
þörfum heimsins, samtíma síns, náunga sinna — eins og
þær koma fyrir.
Þetta hefir Kirkjan gert af hálfum huga, yfirleitt
skoðað, fram að þessu. Vér skulum ekki ásaka þá,
sem á undan eru gengnir. Vér þekkjum ekki hinn
innsta leyndardóm ástæðanna, hinn dulda þráð sög-
unnar. Oss nægir að þekkja sjálf oss og vora köllun. Vér
vitum, eða erum í þann veginn að fá að vita, að oss er
ætlað annað og meira. Það er búið að hlaða svo undir oss,
nútímann, að af oss verður krafizt meira og miklu meira
en af noklmrri undangenginni kynslóð. Kirkja nútímans
hlýtur að verða að átta sig á, að eigi hún ekki að verða
dofnaða saltið fótum troðna, þá er nú ekki um annað að
gera fyrir henni, en að taka djúpum háttaskiftum; verða
Jesú Krists sannarlegur likami, sem hann starfar um, lítt
hindraður, í mannheimum. Geri Kirkjan þetta, þá er hún
hlutverki sínu trú. En hver sem vinnur starf sitt svo sem