Jörð - 01.08.1933, Page 8
6 FRAMTIÐ KIRKJUNNAR [J8rð
vera ber, hann hlýtur yíirleitt árangur og viðurkenningu
að launum. Það er meðal lögmálanna í heimi þeim, sem
Guð hefir skapað; og er einmitt sérlega áberandi í fari
20. aldarinnar út um öll lönd. Og þó að málefni fagnaðar-
erindisins, hlutverk Kirkjunnar, sé þannig vaxið, að ekki
tjói annað en að vænta mótspymu meðfram, unz himna-
ríkið hefir unnið úrslitasigur í viðureigninni við hið
vonda og villta, — þá er það jafnvíst, eins og afleiðing er
vís af orsök, að Kirkjan mun eigi aðeins vinna viðurkenn-
ingu og traust góðra drengja einmitt 20. aldarinnar, ef
að hún tekur nú að gerast Drottni sínum samboðin, held-
ur mun hann þá, með hana að liði, þegar á þessari öld
komast undralangt áleiðis með að vinna gervallt mann-
kynið til hlýðni við sig. Fyrr en varir hefir þá hið land-
lausa ríki Sannleikans náð yfirráðum um gervalla Jörð-
ina. Hið nálæga ríki er þá komið.
HÖFUM vér þá væntanlega gert oss nokkuru ljósara að-
alatriðið í möguleikanum fyrir endurnýjun Kirkjunnar:
Það er að fylgja Meistara sínum og lifanda Drottni Jesú
Kristi fastar eftir; óttalaust, hiklaust; hvert sem ha.nn
leiðir; hvað sem fyrri tíma liður. Og verður þá fyrir
spurning, er mörgum mun þykja miklu varða: Hvert
leiðir Kristur?
Því er fljótsvarað. Hann leiðir að þeim verkefnum, sem
i raun og veru liggja fyrir; hann leiðir þangað, sem
mannleg þörf er; sú er menn stynja undan og jafnvel
deyja af, að ekki er leyst úr. Hann leiðir þangað, sem
þráin er; veitir henni skilning á sjálfri sér, og þar með
skilyrði til að uppfyllast. Hann ræðst í að ráða bót á þeim
meinum, sem í raun og veru þjá þjóðirnar; þeim, er þær
vita ekki um, hvernig þær eiga að ráða fram úr, og vilja
jafnvel ekki vita um það, þó að við borð liggi, að innri
þrýstingur sprengi þær í loft upp.
Ég þarf ekki nema að nefna örfá nöfn til þess, að yður
skiljist, áheyrendur mínir, að ég er ekki að fara með stað-
laust stóryrðaglamur: Vígbúnaður og ófriðarhætta. Sam-
keppni um nýlendur og heimsmarkað. Alþjóðakreppan í