Jörð - 01.08.1933, Side 9
Jörð]
FEAMTÍÐ KIRKJUNNAR
7
fjármálum og afkomu, sem í sumum löndum hefir snúizt
upp í hroðalegustu neyð, þó að offramleiðsla eigi sér stað
bæði í matvælum og iðnaðarvörum. Yfirleitt hin miskunn-
arlausa skifting í ríka og fátæka, óhóf og neyð, kúgara og
kúgaða—ásamt ráðleysinu: að geta ekki komið sér saman
um að hjálpa, þó að öllefniséufyrir hendi,ertilþessþurfa.
Áfengisbölið og önnur eiturspilling. Hraðvaxandi glund-
roði í öðru eins almennu og örlagaþrungnu undirstöðu-
atriði og kynferðismálin eru. Yfirleitt riðlun eðlilegrar
siðgæðisvitundar og öll sú spilling, ófriður og eymd, sem
af slíku leiðir. Þetta ei'u nokkur nöfn, áheyrendur mínir,
sem ég tel víst, að þér kannizt við meira og minna.
Þarna er hinn lemstraði maður vorra daga, sem prestar
og »levítar« virðast yfirleitt fram að þessu hafa talið á-
byrgðarminnst að ganga fram hjá 1 sínum andlegu hug-
leiðingum — sem fáir nenna nú orðið að hlusta á — og af
hverju? Af því að þeim hefir ekki fylgt ótvíræður vilji
og kraftur til að hjálpa lemstraða manninum. — Gangi
nú Kirkjan í fótspor samverjans — þá mun hún hefja
baráttu upp á líf og dauða fyrir því, að mannkynið fái
trú á, að úrlausnar hinna óviðráðanlegu, hættuþrungnu
mála sé að leita í því að beita í hvívetna meginreglum
fagnaðarerindisins og hvika ekki frá þeim.
VANDAMÁL, vandræði, eru nú ekki eina aðalauðkenni
nútímans gagnvart fyrri tímum, svo sem ég hefi þegar
drepið á, heldur auðkenna hann jafnvel enn þá fremur
hinar ótrúlegustu framfarir, að því er tekur til fram-
leiðslu, viðskifta og nautnar, jafnt í verklegum efnum
sem félagslegum. Jafnframt þessu og meðfram sem und-
irstaða þess: eindæma framfarir í vísindalegri þekkingu,
fyrst og fremst á náttúrunni, ásamt almennri upplýsingu,
geysilega miklu meiri en áður hefir verið. Við þetta hefir
almennur hugsunarháttur komizt í breytinga-ástand, sem
kannske er einsdæmi í sögunni. Er þar að sumu leyti að
ræða um nýja, víðari, gleggri sýn, réttari skilning á líf-
inu og tilverunni. En það er allt í molum; hið innra sam-
ræmi, hinn stóri heildarsvipur hefir enn ekki orðið nema