Jörð - 01.08.1933, Blaðsíða 10
8 FRAMTÍÐ KIRKJUNNAR [Jörð
tiltölulega fáum ljós. Þess vegna hinn einstaki glundroði
bæði í lífskoðun og siðferði- Meiri einlægni að vísu, hrein-
skilni og stórhugur en nokkuru sinni fyrr. En yfirleitt er
þetta ýmist eins og fálmandi eða tryllt eða dapurt.
Þannig er ekki síður reginvítt og undrahátt aðkallandi
verkefni fyrir Kirkjuna í hinum miklu, hálfgerðu, nýju
sköpunarverkum menningarinnar, sem um þessar mund-
ir fylla mannkynið óumræðilegum, óljósum vonum. Til
þess að átta sig dálítið á, hvað hér er um að ræða, þá
verður fyrst að gera sér grein fyrir, hverjar eru hinar
róttækustu, örlagaþrungnustu breytingar í hugsunar-
hætti, viðhorfi vorra daga frá því, sem hingað til hefir
ríkt. Er þar að hyggju minni umfram allt um þrennt að
ræða: miklu meiri trú á sannleika, hver sem hann er;
miklu meiri trú á lífið, eins og það kemur fyrir; miklu
meiri trú og kröfur til frelsis. Verðum vér að líta lítið eitt
nánar á hvert þessara atriða nú þegar.
TRÚ á sannleikann er trú á, að ekkert reynist vel, þeg-
ar til kemur, nema það að aðhyllast sannleikann afdrátt,-
arlaust, undanbragðalaust og innilega, hver sem hann er;
leita hans, lifa eftir honum; berjast fyrir málstað hans
— og allsherjar yfirráðum.
Nú er að vísu svo, að sannleikur verður alltaf háður
persónulegri viðurkenningu hvers einstaks manns og
mannfélags. Hin nýja einlægni nútímans byggist þess-
vegna á trú á, að maðurinn sé að náttúrufari gæddur
hæfileikum til að kannast við sannleikann; sé þannig af
Guði gerður. Hæfileika þessa má rækta og á að rækta,
eins og annað, sem Guð hefir gefið mönnum, og eru: hcil-
brigð skynsemi, samvizka, hjarta og þekking. Trúin á
þetta er m. ö. o. trú á manneðlið í sjálfu sér eða m. ö. o.
trú á lífið.
Lifið í öllum þess myndum er í þann veginn að vinna
allsherjar viðurkenningu sem gott; þ. e. a. s. að svo miklu
leyti, sem það er ekki sjálfu sér sundurþykkt. Allt,er mið-
ar til lífs, eflingar því, er talið gott. Og margir eru teknir
að hafa miklu fremur trú á náttúrlegum aðferðum heldur