Jörð - 01.08.1933, Side 12
10 FRAMTÍÐ KIRKJUNNAR [Jðrð
sem að þessi heillastefna nútímans þurfi þess ekki með,
að menn gefi henni alla krafta sína, þar sem hún á sér
bæði fjendur og fláráða vini.
Hin stórkostlega breyting getur brugðizt til beggja
vona. Trúin á lífið, náttúrlegt líf, eins og Skaparinn hefir
gengið frá því, getur lent á þeim glötunarvegi að kunna
ekki að gera greinarmun á góðu og illu, fögru og and-
styggilegu; því, er í raun og sannleika horfir til lífs, og
græðgisfullu nautnalífi, er leiðir til dauða.
Framkvæmd aldar vorrar á hinni stórkostlegu aukn-
ingu frelsis, sem þegar er i máttugri og gagntakandi
byrjun, fer auövitað eftir því, hvernig henni tekst að
halda braut sinni beinni til æ meiri einlægni við sann-
leika og lif.
Þér kannizt, áheyrendur mínir, við orðin »Ég er Sann-
leikurinn og Lífið«. Þér kannizt væntanlega einnig við
orðin: »SannIeikurinn mun gera yður frjálsa«. Má það
vera, að yður dyljist, að hlutverk Kirkjunnar á þessari
öld er, að helga sig allshugar baráttu fyrir því, að öldin
sé i raun og veru og til hins ítrasta TRÚ þessum sinum
eigin sterkustu hugboðum? Sjáið þér ekki, bræður mínir
og systur, að það er einmitt Vegurinn sjálfur — Vegur-
inn, Sannleikurinn og Lífið? Sannarlega er óhagganíegt
samræmi milli Jesú Krists og sérhvers annars, er sam-
vizka, heilbrigð skynsemi og hjarta verða við að kannast
sem sannleika og líf. Sá er aðhyllist af hjarta og í hví-
vetna sannleika og líf, hann mun fyrr eða seinna gefast
Jesú Kristi að fullu, haldi hann braut sinni beinni. Sá
maður mun verða frjáls.
AF ÖLLU þessu leiðir, að KIRKJAN HLÝTUR, vilji
hún vera sjálfri sér og Drottni sínum trú, að »FLEYGJA
SÉR i FAÐM ÞESS, ER VERÐA VILL — OG FRELSA
ÞAЫ,-------svo að ég noti heróp Stanley Jones, hins
mikla kennimanns vorra daga.
Og hugmynd Kirkjunnar um HELGUN hlýtur að
viklca. Helgunarhugsjónin og þá jafnframt -skyldan
nær til alls. Það er hin óumræðilega vegsemd vors