Jörð - 01.08.1933, Síða 14
12
FRAMTÍÐ KIRKJUNNAR
[Jörö
miskunnsama getur náð langt og á að ná langt — og verö-
ur að ná landi. Ræddi ég þau efni að vísu fyrr í ræðunni
í öðrum samböndum.*) Allt mannkynið verður nú með
hverju árinu fastar knýtt innbyrðis með margvíslegustu
böndum greiðari framleiðslu og viðskifta, er svo hafa
breytt öllu, er hér að lýtur, að það er orðið sem allur ann-
ar heimur. Hagi þjóöirnar sér samkvæmt hinum nýju ná-
unga skyldum, þá mun Jöröin einnig veröa nýr og betri
heimur.
ALLT þetta, bræður mínir og systur, er ég nú hefi
verið að leitast við að gefa nokkura hugmynd um, er
fagnaðarerindi. Það er fagnaðarerindi, sem hver maður
fær skilið, fáist hann til að hugleiða það fordómalaust.
Það er, ásamt boðskapnum um eilífa lífið, fagnaðarerind-
ið um uppfylling allrar mannlegrar þarfar og þrár, sem
fyrr og síðar er hin sama í sínu innra eðli. Það er fagn-
aöarerindið vm fullkomnun mannsins og guðsríki á Jörð.
ÞETTA er fagnaðarerindið, sem flutt var til Jarðarinn-
ar af Jesú Kristi, þó að oftast hafi notið mjög takmark-
aðs skilnings. Oss, sem erum aðnjótandi hinna einstöku
skilyrða, hinnar einstöku menningar 20. aldarinnar; oss
er ætlað að leiða fagnaðarerindið í allt annað og betra
Ijós en undanförnum tímum hefir auðnazt; jafnt að því,
er snertir skilning sem framkvæmd. Vér erum þegar tek-
in að skilja það. Nú er að reynast þeir drengir að haga
sér samkvæmt þekkingu sinni. Nú er Kirkjunnar að vera
Drottni auðsveipur líkami: kærleiksrík, hugumstór og
frjáls, er í verki verði Heiminum til vitnisburðar um
sanna og óhindraða framJcvæmd hinna óljósu hugsjóna
hans; hinna sterku hugboða 20. aldarinnar. —
ÉG VAR núna, áheyrendur mínir, að lýsa fyrir yður
hlutverkum, sem liggja fyrir kirkju nútímans. Kirkjan
var virðingastofnun áður fyrr; og hún var valdastofnun.
Dylst yður, áheyrendur mínir, er þér hugleiðið hið dýr-
*) Sbr. og »útsýn kristins nútímamanns yfir samtíð sína í
»Jörð« I, 1.