Jörð - 01.08.1933, Side 15
Jör6]
FRAMTÍf) KIRKJUNNAR
13
lega verkefni, sem framundan liggur, að svo langt er frá,
að hún sé að lognast út af, að hún hlýtur, nærri því að
segja, eðlisnauðsynjar vegna, í nokkuð náinni framtíð að
verða fjörstofnun, þ. e. a. s. lífstofnun mannkynsins;
stofnun sú, er það sækir til ódáinsveigar ævaxandi æsku.
Allt sem á eðlilegan hátt aðhyllist lífið hér á Jörð; allt
sem hefir meiri trú á kærleika en hatri; allt, sem elskar
fegurð og frelsi; allt, sem finnur hið innra með sér skyldu
til persónulegra framfara — allir þeir — allir sannir
drengir — sú tíð mun renna upp — munu koma til Kirkj-
unnar — af þeirri einföldu ástæðu, að hún hefir öllu
þessu þá næringu að bjóða, sem er betri en nokkur, sem
annarstaðar er á boðstólum hvort heldur er almennt eða
einstaklega. Hún hjálpar mönnum til að lifa. Það er allt
og sumt. Það er líka nóg. Það er allt.
Og hún hefir þetta af þeirri orsök, að hún er félag og fé-
lagsleg starfsemi manna,er ívaxandiupplýsinguhafa»trú-
að á nafn Guðssonarins« — Mannssonarins. En því aðeins
er trúin á JesúKrist—sem einnig nefnist Mannssonurinn
— svo mikils megnandi, að hann er svo SANNUR maður,
svo mikill í því út af fyrir sig að vera maður, að engin
skynsamleg ástæða er fyrir hendi til að ætla, að fram úr
því verði farið eða jafnvel við það jafnazt — nema auð-
vitað að því leytinu, sem brautryðjandaörðugleikar hlutu
að takmarka hann í ýmsum ytri efnum. Hinsvegar er
skiljanlegt, að manneðlið muni í rauninni ávallt samt við
sig: lúti það föstum lögum; búi æ yfir sömu máttuleik-
um, sem komi smámsaman æ betur í ljós. Það er því ekki
nema auðskilið, að hinn sannasti maður, hinn mesti og
einfaldasti andi, muni öðrum fremur hæfur til að upp-
lýsa um, hvað mannlegu lífi til friðar heyrir, einkalega
sem félagslega. Þeim mun skiljanlegra, þegar trúað er á
möguleika sambands við æðra heim sameðlis.
Fagnaðarerindið er því ekki nema auðskilin framsetning
lífslögmálannaoghinnareilífu umbunar þessaðhlýðaþeim;
framsetning svo einföld og djúp, guðdómleg verður að
segja, að vaxandi skilningur á fagnaðarerindinu hlýtur
að fylgja vaxandi alraennri menningu hvarvetna þar, sera