Jörð - 01.08.1933, Page 16
14
FRAMTÍÐ KIRKJUNNAR
[Jörð
er fyrir hendi hollusta við sannleikann og lífið. En sjálf
framkvæmd þess í raunverulegri, jarðneskri mannsævi
slær þann neista, er kveikir í; kveikir lífið í andvana
líkama þekkingarinnar; kveikir heilagan anda. —
KIRKJAN getur lagt fram gögn í máli þessu. óyfir-
sjáanlega mikil og — þegar allt kemur til alls — góð hlut-
deild í framförum mannkynsins í 19 aldir; en þó enn þá
fremur dásamleg reynsla raunverulegra lærisveina í
mannlegri eðlisrækt m. ö. o.: helgun; sigursæld í baráttu
við synd og glötun; samband við hin æðri öfl tilverunnar
í bæn og bænheyrslu. — Þetta eru gögnin, sem Kirkjan
getur lagt fram fyrir hvern nútímamann, sem og alla
aðra tíma; gögn, sem ættu að nægja til að knýja hvern
sannan dreng til að kynna sér málefnið af alhuga — því
svo bersýnilega er það málefnið um allsherjarsannleikann
í tilverunni, sem enginn ætlar sér, skýrt hugsandi, þá aul
að komast á snið við.
Staöreyndin Jesús Kristur, staðreynd fagnaðarerindis
hans, staðreynd mannlegrar þarfar og þrár er það, sem
gcrir óvisnandi æsku Kirkjunnar og stórum vaxandi á-
hrif, ekki hvað sízt á þessari öld, að svo að segja óbrigð-
vlli eðlisnauðsyn. Það er í þann veginn verið að flytja
mannkynið upp í hærri bekk í skóla lífs þess á Jörðinni.
Vegsemdin er meiri en svo, að ætlandi sé, að oss skiljist
nema smám saman. En svo er líka altaf sá möguleiki fyr-
ir hendi að nemandinn falli á prófinu.
HUGSAST getur, frá almennu sjónarmiði, að nemand-
inn falli. En fremur er það trúa mín, að hann muni stand-
ast — af því að Kirkjan þekki vitjunartíma sinn, »þekki
raust hirðis síns« og gangi á undan. Það er trúa mín, að
hún muni taka að hjálpa nútímamönnunum til að lifa —
hjálpa þeim til að lifa hinu fagra og þróttmikla lífi,
einkalega sem félagslega, er þeir hafa svo máttug hugboð
um, svo margvíslegar og villtar skoðanir um. Mun þá og
jafnframt trúin á enn miklu meiri dásemd, hirmaríkið á