Jörð - 01.08.1933, Page 19
Jörðj
SAMÞYKKTIR
17
Samband fslenzkra barnakennara
hefir, á ársþingi sínu, svarað 5. samþykkt kvenna-
þingsins með eftirfarandi yfirlýsingu :
1.) Þó að áskorun þessi sé ógreinilega orðuð, virðist þó
liggja í henni sú hugsun, að landsþingið telji, að þeir
kennarar, sem ekki vilja takast á hendur kristindóms-
fræðslu, séu óhæfir til að hafa á hendi kennslu eða upp-
eldisstörf yfirleitt. Þessari skoðun mótmælir kennara-
þingið fastlega, með þeim rökum, að sérstök trúarskoðun
eða bókstafsjátning sé óviðkomandi almennum hæfileik-
um og trúmennsku manna í starfi sínu. 2.) Eftir stjórn-
arskránni hefir hver maður í landinu óskorað trúfrelsi og
samvizkufrelsi, kennarar sem aðrir. Kennarar hafa tekið
við störfum sínum án nokkurra skuldbindinga um trúar-
skoðanir, og hafa hvorki stjórnarvöld né einstaklingar
neinn rétt til að hlutast til um persónulegar skoðanir
þeirra í trúmálum, fremur en öðrum almennum málum.
3.) Þar sem ekki er kunnugt, að ályktun Kvenfélagasam-
bandsins sé fram komin af neinni sérstakri ástæðu né á-
kæru, þá lýsir kennaraþingið yfir því, að það telur þessa
ályktun vera tilefnislausa og móðgandi áreitni við kenn-
arastéttina og ósæmilega árás gegn hugsunarfrelsi og
samvizkufrelsi í landinu«.
í tilefni af þessari samþykkt kennaranna, segir í að-
sendri grein í »Bjarma« m. a.:
»Kennarar vita það, eins og aðrir, að Jesús frá Nazaret
er fyrsti og einasti trúarbragðahöfundur í veröldinni,
sem fann barnið. Allir aðrir trúarbragðahöfundar hafa
meira og minna gengið fram hjá börnunum og konunum.
Með komu Jesú Krists opnaðist heiður og bjartur Guðs-
himinn fyrir mannsbarninu inn í fyrirheiti og réttindi
Guðsrlkis«. —