Jörð - 01.08.1933, Page 21
JörÖ]
SYND OG NÁÐ
19
Synd og náð.
ú B R ó Ð I R minn, sem telur þig einn af fáum, er
Jfcr beri kristið nafn með réttu, þú telur vísast, að
kjarni kristindómsins sé »synd og náð«.
En, svaraðu, bróðir, þó ekki mér, heldur Honum, sem í
hjartanu býr: Hefir þú viðurkennt hina raunverulegu,
persónulegu synci þínci? Hefirðu lesið ákæruna á sjálfan
þig í eymdinni, sem til er í kringum þig í ýmsum mynd-
um og sumum átakanlega áberandi? Manstu, að Hann
sagði: »Það sem þér hafið ekki gert bróður yðar, það haf-
ið þér heldur ekki gert mér« ? Þú veizt að hann fer fram
á að eiga þig allan og allt þitt jafnframt — en hefir þú
ekki svipað og Ananías og Saffíra forðum verið að laum-
ast til að draga eitthvað undan handa Mammon? Kjarni
kristindómsins er synd og náð. Þú segir það satt. En hef-
ir þú viðurkennt þína synd? Hefir þú leitað sífelldrar
sjálfsþekkingar ?
Þú segir, rétttrúaði bróðir, að synd og náð sé kjarninn
í Kristindóminum. En svaraðu, þó ekki mér heldur Hon-
um, sem í hjartanu býr: Hefir þú tekið við náðinni? Hef-
irðu tekið við náð til þess að hefjast upp úr syndinni;
þmni eigin einkasynd? Hefir þú í raun og veru gefið
sjálfan þig og allt þitt Honum, sem sagði: »Það sem þér
gerið hinum minnstu bræðrum, það gerið þér mér«? Hef-
ir þú gefið allt á vald Honum, sem er »Sannleikurinn og
Lífið«? — ekki aðeins hjarta þitt, heldur líka skoðanir?
Eða hefir þú e. t. v. dirfzt að gefa Honum hjartað að frá-
dregnum skoðunum? — farið með hann líkt og málaða
tildurdrós, sem sumir telja sér metnað í að hafa fyrir
nokkurskonar húsgoð og nefna eiginkonu.*)
RÉTT-TRÚAÐI bróðir! Þú hefir rétt fyrir þér: synd
or náð eru kjarni Kristindómsins.. En — hefir þú í dag
*) Það þarf varla að taka fram, að hér er ekki verið að hnjóta í
sannan hjúskap. 2*