Jörð - 01.08.1933, Side 23
JörÖ] KUNNA LÆRISVEINAR KRISTS AÐ DEYJA
21
hann minnti oss þá á, virtust oss vera skilnaöarkveðja
hans til starfsbræðranna, en þau voru þessi: »Ekki
drottnum vér yfir trú yðar, heldur erum vér samverka-
menn að gleði yðar«.
Að svo mæltu kvaddi hann oss alla með handabandi og
mælti hvatningar- og þakkarorðum við hvern einstakan
um leið. Voru þau þrungin af ástúð hins rúmgóða og kær-
leiksríka hjarta hans. — Það var heilög stund við eilífð-
arhlið, fjarri sorg og kvíða jarðlífsins.
»Biðjið með mér Faðir vor«, mælti hann svo, og hélt á
eftir áfram að tala við oss ógleymanleg orð um ódauð-
leikann og eilíft lff.
Þrautirnar fóru vaxandi, og það varð þögn nokkur
augnablik. Þjáningar frelsarans komu í huga hans, því
að vér heyrðum hann biðja lágt með þessu versi:
»Nu dig tackar allt mitt hj&rta
Jesus för Din myckna nöd,
För Din ángest, för Din smarta«.*)
Þegar af honum bráði, tók hann að nýju að tala u;n
eilífa lífið. Hann hafði fullbúið handrit til prentunar.
nema bókartitilinn vantaði. »Nú veit ég, hvað hún á að
heita«, sagði hann við konu sína með miklu gleðibragði;
»hún á að heita »Guð hinn lifandi«, því að ég veit, að Guð
lifir«. Brosið hans fengum vér lika að sjá. Dyr að svölum
voru opnaðar og hann spurður, hvort hann þyldi ekki illa
kuldann. Þá brá fyrir gamla leiftrinu í auganu: »Hjart-
ans vinir! Þið vitið, að ég hefi alla ævi elskað hreint loft
bæði fyrir sál og líkama«.
Var nú komið að baráttulokum. Við gátum lítið greint
af því, sem bláleitar varir hans mæltu. Einn okkar laut
að honum og mælti: »Sælir eru hreinhjartaðir, því að þeir
munu Guð sjá«. Allt í einu sáum vér einkennilegan ljóma
breiðast yfir ásjónu hans. Vjer heyrðum hann hvísla:
»Nú er eilífðin komin« og um leið sofnaði hann hinzta
blundi«. (Eftir »Bjarma« og »Prestafélagsritinu«).
*) »Nú þakkar þér gervallt hjarta mitt, Jesú, fyrir hina miklu
þrengingu þína, angist þína og kvök.