Jörð - 01.08.1933, Síða 24
22
KUNNA LÆRISVEINAR KRISTS AÐ DEYJA [Jörð
II.
E R RITSTJ. las framanskráða frásögu fyrir sæmd-
arkonu nokkurri, er svo stóð á um, að var gestkomandi á
heimili hans, er hann var að búa handritið undir prentun,
þá rifjaðist upp fyrir henni andlát ömmu hennar, sem
hún var viðstödd, þá á 10. árinu. Dætur hinnar deyjandi
konu stóðu þrjár við banabeðinn, en hún talaði stöðugt
við þær um að vera náungum sínum góðar og annað, er
Guðsríki tilheyrir. Síðustu orð hennar voru: »Nú er farið
að birta, stúlkur mínar«. Og höfðu augu hennar þá
nokkru áður lokast að fullu og öllu. Stundu síðar dó hún;
og er dóttur-dóttur hennar minnisstætt brosið fagra, er
var á líkinu, áður en farið var að handfjalla það.
III.
»Jurtin mín fögur úr fjallanna hlfð«.
(Visur þæi', er hér fara á eftir, eru ortar af Brandi Ögmunds-
syni, sem fyrir löngu var barnakennari í Biskupstungum. Eru tveir
sálmar í sálmabókinni eftir hann, »Góði Jesú læknir lýða« og »Einn
er læknir aumra manna«. Brandur var ungur, er hann tók veiki
nokkra í höfuðið, er var ólæknandi. Lá hann heilt sumar á Kóps-
vatni í Hreppum, áður en hann andaðist. Var honum þá eitt sinn
gefið fagurt blóm, og varð það tilefni erinda þessara; erindin
höfðu jafnvel verið fleiri).
JURTIN mín fögur úr fjallanna hlíð,
fölnuð þú liggur um hásumarstíð,
rifin úr blóma frá rótum þú varst
rétt meðan fegursta kransinn þú barst.
Eins er nú fölnað mitt æskunnar blóm,
andvarpa hlýt 'ég með stynjandi róm.
Horfið er fjörið, ég hrært get mig ei,
helfjötrum bundinn, þá minnst varir dey.
Eins er nú háttað um eðlið hjá mér,
eymdanna tilfinning biturt mig sker.
Ég get ekki veitt mér hið góða er ég vil,
get ekki unnað, en langar þar til.