Jörð - 01.08.1933, Side 25
HRÆKT Á KRISTSMYND
23
Jörö]
Jurtin mín fögur, þótt fölnuð sért nú,
fögur í annað sinn verða munt þú,
rót þína vorið mun vekja af blund,
en visnun og dauði mun aðeins um stund.
(Ritað hefir eftir sögn Gróu Jónndóttur, húsfreyju að Syðra-
Langholti í Hreppum, Einar G'u&mundsson).
Hrækt á Kristsmynd.
INHVERJU sinni,þegar ritstj. var að húsvitja í
haust, sagði bóndi nokkur honum, aðsáatburðurhafi
gerzt í Reykjavík nýlega, að tveir menn hafi verið að
kappræða um trúmál, unz annar þeirra gerir sér hægt
um hönd og hrækir á Kristsmynd, er hékk þar á vegg.
Hafi þá jafnskjótt borið við annað ekki síður óvænt:
maðurinn hafi hnigið niður magnþrota og mállaus. Hafði
hnnn þá verið mállaus, er síðast fréttist.
Margur mun nú telja augljóst — vér gerum það líka —
að hér hafi komið fram orð Nýja Testamentisins um, að
Guð láti ekki að sér hæða; gamaltrúaðir menn og almúga-
fólk skilur atvikið umsvifalaust sem beint svar við guð-
lasti. Skoðanabræður hrækjandans mega náttúrlega ekki
heyra slíkt nefnt. Þeir kalla það kannske hlægilega til-
viljun eða hlálega tilviljun eða þeir sýna nokkura ein-
lægni í því að leita skiljanlegrar skýringar, og kalla
manninn heigul, sem ekki hafi haft nægilegt hugrekki til
að standa við drengilega afneitun.
Nú skulum við, lesandi góður, sjálfir leita skýringar í
fullri einlægni. — Skaparinn starfar nfl. eftir þeim lög-
málum, sem hann hefir sjálfur sett: eðlislögum. Það er
þá fyrst, að skýring verður að rekja út frá eðlilegum or-
sökum. Vér lítum svo á, að lömunin, sem hitti einmitt
þann liminn, sem beitt hafði verið til að svívirða Krist,