Jörð - 01.08.1933, Page 27
DR. E. STANLEY JONES
25
Jörð]
Dr. E. Stanley Jones.
HI N N ágæti trúboði og rithöfundur, sem lesendur
Jarðar kannast við af »Kristur á vegum Indlands«,
er enn, ekki síður en þá, er atburðirnir gerðust, sem þar er
skýrt frá, einhver hinn vígreifasti maður í liði Krists á
vorum dögum. M. a. gefur hann út lítið mánaðarblað, er
ljómar af snilld og heilögum anda. Nefnist það »The
Fellowship of the Friends of Jesus«*) (frb. ðö felósjipp
ov ðö frends ov dsjísús).
í maí-tölublaðinu 1932 veitir hann lítilsháttar yfirlit
yfir starfsemi sína frá Júlílokum árið áður til aprílbyrj-
unar. Hafði hann á þeim tíma haldið samkomur í 31 borg
og verið viku í hverri. Á þeim tíma hafði hann engan dag
frían, nema hvað hann var heima hjá sér um Jólin. Á svo
að segja hverjum degi talaði hann 3 stundir opinberlega,
auk persónulegrar trúarviðræðu við kunnuga og ókunn-
uga.**)
Þetta er maðurinn, sem í nokkur síðustu árin hefir gef-
ið Kirkju og heimi hverja snilldarbókina af annari um
fagnaðarerindið í nútímanum. Leyndardómurinn við af-
köst slíkra manna er sá, að þeir vinna sér létt.***) Kveðst
hann í nefndri yfirlitsgrein vel myndu treysta sér til að
gera það allt upp aftur — hið hvíldarlausa ferðalag í 31
viku. »Vissulega«, segir hann, »er í Kristi orkulind, sem
bæði er raunveruleg og aðgengileg«.
Stanley Jones kveður síðastliðna árið vera sitt lang-
bezta í Indlandi — þrátt fyrir það, að allt landið hefir
logað í þjóðei-nislegum stjórnmálaæsingum enn meir en
nokkuru sinni áður í minnum núlifandi manna. »í fyrsta
*) Blað þetta útvegum vér þeim, er þess kynnu að óska. Það kost-
ar 1 rúpíu árlega (1—2 kr. að oss minnir). Þá upphæð og 35
aura í frímerkjum þyrfti að senda oss með pöntun.
**) Sbr. Pétur okkar Sigurðsson.
***) Sbr. frásögn Stanleys Joness í »Kristur á vegum Indlands« 1.
kap. um upphaf núverandi starfsemi sinnar.