Jörð - 01.08.1933, Page 28
26
DR. E. STANLEY JONES
[Jörð
sinn fann ég nú til þess«, segir hann, »að ég vœri ekki að
tala til Indlands, heldur við það«.
Segir hann ýms dæmi úr för sinni og frábær og væri
freistandi að láta nokkur þeirra koma hér fram; en því
miður leyfir rúmið það ekki.
NÚ ER þessi ágæti lærisveinn, sem ósjálfrátt minnir
á Pál postula, kominn í nýtt ferðalag og meira. Líkt og
Páli vitraðist í draumi makedónskur maður (norðurálfu-
maður), sem mælti við hann: »Kom yfir til Makedóníu og
hjálpa oss«, þannig hefir Stanley Jones heyrt hina drott-
inlegu rödd í hjarta sínu kveðja sig austur til Kína. Þjóð-
in, sem þar býr, fjórði hluti alls mannkynsins, nötrar af
fæðingarhríðum — hvers — það veit enginn enn. Hið
forna keisaradæmi er að fullu liðið undir lok og með því
er hin forna þjóðlega menning á förum. Þrír eru biðlarnir
um hjarta hinnar enduryngdu ekkju: auðvaldsmenningin
vestræna, bolsjevisminn rússneski og Kristur. Stanley
Jones og hinn fámenni flokkur, sem hann fer nú til liðs
við, geta sagt líkt og Davíð forðum, er hann gekk á móti
risanum, er haldinn var ósigrandi: »Þú kemur á móti mér
við alvæpni, en ég kem á móti þér í nafni Drottins«.
„E G V I L opna landið upp á gátt öllum dugandi land-
námsmönnum, en mér finnst blátt áfram skylda okkar að
bjóða öllum Vestur-íslendingum heim úr útlegðinni —
öllum, sem vilja þiggja boðið«.
(Stgr. Matth. í »Iðunni« 1931, 4. hefti).
Lesið
hina ágætu grein sr. Ragnars E. Kvarans í »Iðunni« í
fyrra nSháldsögm og ástir«.