Jörð - 01.08.1933, Síða 29
KRISTUR Á VEGUM INDLANDS
27
Jörð]
Kristur á vegum Indlands.
Eftir dr. E. Stanley Jones.
Þýtt af sr. Halldóri Iíolbeins.
SJÖTTI KAPITULI.
Hindrunin mikla.
E G A R leitað skal skilnings á afstöðu Indlands til
Jtf Vesturlanda, þá er nauðsynlegtaðhafaþaðhugfast,
að í Indlandi er það, sem próf. H. A. Miller nefnir »hugar-
sturlun vegna undirokunar«. »Undirokun« skilgreinirhann
sem »yfirdrotnan eins flokks manna yfir öðrum á sviði
stjórnmála, fjármunaeðamenningar«,áeinu þessara sviða
eða fleirum. Og með »hugarsturlun« á hann við»þaðhugar-
ástand varanlegrar skapraunar, sem kemur fram, þar sem
svo er ástatt, að einn mannflokkur drottnar yfir öðrum«.
Indverjar finna að þeir eru undir yfirdrottnan Vestur-
landa bæði í menningu, fjármálum og stjórnmálum. Og
afleiðingin hefir orðið »hugarsturlun vegna undirokunar«.
Töluvert af beiskri aðfinningarsemi Indverja gegn Vest-
urlöndum nú sem stendur er vafalaust afleiðing af þess-
ari »hugarsturlun«. Eins og sakir standa nú, er sálfræði-
lega séð, hér um bil ómögulegt fyrir Indverja að finna,
eða álíta, eitthvað gott í Vesturlöndum og játa það hrein-
skilnislega. Indverjar geta tileinkað sér ýmislegt vestrænt,
en svo lengi sem þeir eru sér þess meðvitandi, að þeir eru
Indverjar, geta þeir ekki játað, að þeir eigi Vesturlöndum
neitt að þakka. Ég hitti margan námsmann frá Austur-
löndum í Ameríku, sem hafði hlotið alla sína fræðslu og
menntun þar, en ég hefi ekki rekizt á einn einasta, sem
jafnframt því, að hann var sér þess meðvitandi, að hann
va.r Indverji, gat fundið neitt gott í Ameríku eða amer-
ískri menningu hennar. Aðeins einstaka sinnum, þegar