Jörð - 01.08.1933, Side 30
28
KRISTUR A VEGUM INDLANDS
[Jörð
þessir menn gleymdu svipstund, að þeir voru Indverjar,
gátu þeir viðurkennt að eitthvað gott væri í Ameríku.
Ég gjöri ekki ráð fyrir því, að Indland muni nokkuru
sinni tileinka sér frjálslega og hreinskilnislega verðmæti
vestrænnar menningar og vestrænnar kirkju, fyrr en það
frelsast frá þessari »hugarsturlun vegna undirokunar«,
með öðrum orðum: fyrr en það hlýtur fulla sjálfstjórn.
Bretar hafa yfirleitt stjórnað Indlandi vel; en Indverj-
ar verða að finna að þeir eru frjáls þjóð, áður en getor
verið að ræða um, að þeir meti vestræn verðmæti hrein-
skilnislega og að verðleikum.
Indverjr geta nú veitt hverju sem er viðtöku frá Kristi,
vegna þess að þeir eru færir um að greina hann frá því
vestræna; en þeim veitist erfitt, að þiggja nokkuð af
kristinni kirkju eða trúboðunum, því að kristna kirkju og
trúboðsstarfsemi eiga þeir ekki eins auðvelt með að greina
frá því vestræna. En trúboðar geta þó, svo að segja, losn-
að við hinn vestræna blæ og blandað líf sitt og starf svo
indverskum hugðarefnum, að þeir séu ekki lengur í aug-
um Indverja meðal áhrifa yfirdrottnunarinnar, heldur
séu skoðaðir sem þjónandi vinir og bræður. Það er eins
og hindúi nokkur, leiðtogi í þjóðfélagsmálum, sagði við
mig: »Vestræn menning hefir aldrei verið í minni metum
hjá oss en nú, en þér trúboðarnir hafið aldrei verið í meiri
metum. Þér komið ekki til þess að hafa oss að féþúfu,
heldur til að þjóna oss«. Ef vér komum, eins og sakir
standa nú, sem þeir, er vilja þjóna, þá erum vér fráskild-
ir hverri þeirri stefnu Vesturlanda, sem kann að miða að
yfirdrottnan yfir landinu.
Þegar ræðir um aðfinningarsemi Indverja gegn Vest-
urlöndum, verðum vér að minnast þessarar hugarsturlun-
ar, taka tillit til hennar og vera þolinmóðir.
En vér svíkjum sjálfa oss, ef að vér látum staðar num-
ið við það. Því að þessi hugarsturlun vegna undirokunar
er af römmum rökum runnin. Orsök hugarsturlunarinnar
er ekki svo mjög stjórnar-stefna sú, sem beitt er, eins og
dagleg mök hvítra manna og dökkra, oflátungssemin, sem
gengur út frá því sem gefnu, að sérhver hvítur maður