Jörð - 01.08.1933, Síða 31
Jöl'ð]
KRISTUR Á VEGUM INDLANDS
29
standi ofar dökkum manni. Það er þetta, sem sál Indlands
er orðin eymd og meidd undan. Þegar Indverjinn beinir
þungum áfellisorðum og biturri aðfinnslu gegn Vestur-
löndum, eymdur undan sífelldum árekstrum, þá ættum
vér að minnast þess, að dómar Indverjans verða þyngri
af því, að hann veit nú orðið, að Vesturlandamenn með
fyrrgreindri framkomu ganga gjörsamlega í berhögg við
allt, sem trúarbrögð vor kenna. Hann veit að það, sem
þeir eru að gjöra, er ekki kristilegt.
Svo sem áður er sagt verður málefni þetta ljóst, þegar
allt er miðað við Jesú sjálfan, eins og það hefir yfirleitt
gefið starfi voru á Indlandi nýjan lífskraft. En samt sem
áður hefir sjónarmið þetta í för með sér hræðilegan dóm
um oss. Indverjar hvorki meira né minna en dæma um
oss í þessu ljósi — hinu hvíta ljósi anda Jesú. Þeim hefir
hlotnast skilningur á, hvað það er að vera sannur, krist-
inn maður, og í ljósi þess skilnings dæma þeir oss. Vér
gætum látið skoða oss í ljósi annara tíma og annara jarð-
belta með þeirri tilfinningu, að vér stæðum oss yfirleitt
allvel; en það er öldungis annað að vera dæmdur í ljósi
anda hans og kröfu.
í ræðum mínum á Indlandi hefi ég oft bent á dæmi frá
Suður-Afríku: kirkju, sem þessi áletrun var sett utan á:
»Asíumönnum og Hottentottum er bönnuð innganga«; og
talað um, að Mahatma Gandhí gat ekki komizt inn í kirkj-
una vegna þess, að hann var Asíumaður; og svo lokið með
að segja, að minn eiginn meistari gæti ekki komizt inn í
kirkjuna, af því að hann var líka Asíumaður. Og er ég
hefi sagt þetta, hefi ég séð svip sársaukakenndrar fyrir-
litningar koma á áheyrendurna. En þeir sömu áheyrendur
voru ekki sérlega viðkvæmir gagnvart meðvitundinni um
það, að lágstéttarmennirnir eru útilokaðir frá þeirra eigin
musterum; að vísu ekki með áletrunum, heldur með fyr-
irskipunum trúarbragða og siða. í síðarnefndu efni
dæmdu þeir sig sjálfa í ljósi sinna eigin trúarbragða, en
oss dæmdu þeir í ljósi anda Jesú. Vér sjáum þvi, að það
er ekki til neins að segja við þá oss til málsvarnar, að þeir
gjöri, gagnvart sinum eigin mönnum hið sama, sem þeir