Jörð - 01.08.1933, Blaðsíða 32
30 KRISTUR Á VEGUM INDLANDS [Jörð
dæma oss fyrir, því að þeir dæma oss frá sjónarmiði þeirr-
ar trúar, sem vér játum og Krists, sem vér segjum að
vér fylgjum; og þeir hafa rétt til þess. Það gleður mig
persónulega, að þeir gjöra það, — þó að það lcunni að
valda kvöl, — því að bæði frelsun vor og frelsun þeirra er
undir því komin, að vér hverfum að því að miða líf vort
við hugarfar hans og tilgang.
Djúphugull hindúi sagði dag nokkurn við mig: »Ef þér
kallið einn af oss kristilegan mann, telur hann sér sóma
sýndan; en ef þér nefnið hann kristinn mann, mun hann
móðgast«. Með þessari skarplegu athugasemd er oss sagt
í fám orðum, hvernig ástandið er. Ef maður er nefndur
kristinn maður getur það þýtt, að hann sé meðlimur krist-
ins safnaðar — indversks eða evrópísks — það þarf ekki
að hafa mikla þýðingu; en að kalla einhvern kristilegan
mann, er að bera á hann hið mesta hrós, sem unnt er.
Indverjar sjá, að það, að vera kristilegur maður, er að
bera anda Jesú í brjósti.
Indversk hindhúa-smámey hafði náð réttum skilningi
um það, hvað það er að vera sannur, kristinn maður, er
hún gaf þessa skilgreiningu á orðunum að vera kristinn
maður: »Maður, sem er öðruvísi en allir aðrir«.
En margir kristinna manna eru ekki kristilegir. Hindúi
nokkur í stórborginni .......... sagði við mig: »Ef þér
getið sýnt mér einn einasta sannan, kristinn mann í þess-
ari borg, skal ég verða kristinn«. Eru slíkt ýkjur? Já; en
sannleikur felst að baki orðunum.
Hindúi nokkur, kennari, sagði einn dag við mig: »Ég
vii verða kristinn, og það, þrátt fyrir líf þeirra evrópu-
manna, sem ég hefi séð hér. Það er tvennt, sem þeir virð-
ast hafa óbeit á, — annað er trúarbrögð og hitt er vatn«.
Og hann átti ekki við þvottavatn, heldur við drykkjar-
vatn! Þetta var sagt í einu héraði á Austurlöndum, þar
sem, svo að segja, hver og einn evrópskur ekrueigandi
hefir tekið sér innlenda hjákonu. Kynflokkshleypidómar
þeirra eru þó ekki svo, að girndirnar lúti þeim.
Ég hefi komið í eina borg, þar sem tveir evrópumenn
höfðu háð einvígi og báðir beðið bana. Hindúar grófu þá,