Jörð - 01.08.1933, Síða 33
KRISTUR Á VEGUM INDLANDS
3Í
Jörð]
af hjartagæzku sinni, og vildu þeir færa öndum hinna
dánu fórnir. En hverju ætti að fórna? Þeir íhuguðu málið
vandlega og komust að þeirri niðurstöðu, að mennirnir
mundu elska eftir dauðann það, sem þeir höfðu elskað í
lífinu. Þess vegna gengu þeir út að gröfinni og lögðu á
hana sem fórn vindlakassa og whiskyflösku.
En það er ekki einvörðungu líferni ýmsra evrópumanna
í Austurlöndum, sem er hindrunin mikla, því að öll ver-
öldin er nú orðin að einum víðgelmi; og Indland er að
hlusta á. Ég hefi talað í útvarp nokkrum sinnum síðan ég
kom heim, og það hefir snortið mig dulrænukennd að vita,
að orðin, sem ég segi í venjulegri samtals rómhæð fyrir
framan litla plötu i afsíðis klefa, heyrast í hundrað og þús-
unda mílna fjarlægð. Þetta sama er nú að gerast i víðtæk-
ari merkingu. Það, sem vér aðhöfumst á löggjafarþingum
vorum og í kynflokkaviðsjám, og virðist kannske óáber-
andi, því er varpað út um alla aðra hluta heims — og það
er hátalari við móttökutækin.
Heyrum um, í eftirfarandi sögu, hvernig hátalarinn flyt-
ur fréttirnar: Ég sat, ásamtalsfundi, meðal heilhuga þjóð-
ernissinna. Ég sagði: »Bræður mínir, ég hefi verið að tala
við yður undanfarin kvöld um Krist. Mig langar að biðja
yður að segja mér hreinskilnislega og með berum orðum,
hvers vegna þér veitið honum eigi viðtöku. Vægið mér
hvergi, því að það er ekki um mig, sem deilan snýst. Seg-
ið mér það hreinskilnislega«. Hindúi stóð upp og sagði:
»Þér hvetjið oss að taka kristni. Megum vér spyrja yður:
Hve kristileg er yðar eigin menning? Er ekki spilling
meðal æðstu stjórnarvalda yðar í Washington?« (Það var
rétt eftir að komizt hafði upp olíuhneykslið i Washing-
ton).
Annar spurði: »Eru ekki svertingjar teknir af lífi án
dóms og laga í Ameríku?«
Hinn þriðji sagði: »Þér hafið haft kristindóminn í Vest-
urlöndum allar þessar aldir; en enda þótt Jesús sé friðar-
höfðinginn, hefir yður ekki enn lærzt að komast hjá styrj-
öldum. Hafið þér ekki meira vit á Kristindóminum en
þetta ?«