Jörð - 01.08.1933, Side 35
Jörð] KRISTUR Á VEGUM INDLANDS 33
skjálftann. Kínverjar voru meira en vinsamlegir í vorn
garð, vegna ráðstafana í skaðabótunum og þess vinsemd-
arsambands, sem lengi hafði ríkt milli Bandaríkjamanna
og Kínverja. Og Indverjar voru hrifnir af hugsjóna-
hyggju Wilsons og af raunveruleik gerða vorra, er Fi-
lippseyjarnar fengu svo fljótt sjálfforræði. f Persíu vor-
um vér elskaðir og virtir sökum þeirrar hjálpar, sem ó-
eigingjarnir Ameríkumenn höfðu látið þjóðinni í té, til
fjárhagslegrar viðreisnar. Eftirfarandi frásögn sýnir
þetta ljóst: Ég var meðal sýrlenzku flóttamannanna í
Bagdað. Þeir höfðu flúið fyrir Kúrdum frá Urumiyah í
Persíu. Úrið, sem ég nota, var mér gefið af Sýrlendingum
fyrir það, sem mér heppnaðist að gera fyrir þá á þreng-
ingartímunum. En þakklæti þeirra, sem gáfu mér úrið
var þó sem ekkert í samanburði við þakklæti annars hóps
sýrlenzkra flóttamanna, sem leituðu verndar í amerísku
trðbosstöðinni í Persíu. Trúboðarnir dróu ameríska fán-
ann við hún fyrir utan stöðina, er þeir sáu Kúrdana
stefna þangað tryllta af blóðþorsta. Foringi Kúrdanna
þekkti í fyrstu ekki fánann. Er honum var sagt, að það
væri ameríski fáninn, gekk hann fram til móts við trúboð-
ann; en hann sagði: Þetta er amerískur fáni og í nafni
hans bið ég yður um vernd fyrir flóttamennina hér«. For-
inginn hugsaði sig um svipstund, sneri sér síðan til
manna sinna og gaf þeim skipun um að hverfa frá. Flótta-
mönnunum var þyrmt vegna þess, að þeir voru undir
vernd fánans. Þeir urðu frá sér numdir af fögnuði og
kysstu fánann, sem hafði bjargað þeim. Slíkur var hróð-
ur ameríska fánans í Austurlöndum í lok styrjaldarinnar
miklu og eftir hana. En vér höfum afsalað oss með þess-
um lögum um innflytjendur á einni svipstundu þeirri for-
ustu, sem var í vorum höndum.
Heima tala menn um þetta, eins og það sé mál, sem
varði Japan einvörðungu; en Indland og Kína eru i sömu
aðstöðu sem Japan.
Misskiljið mig eigi. Ég er ekki að mæla með, að ógrynni
innflytjenda sé hleypt inn í Ameríku. Mitt eigið sjónar-
3