Jörð - 01.08.1933, Page 36
34 KRISTUR Á VEGUM INÐLANDS [Jörð
mið er það, sem kemur fram í ályktuninni, sem var sam-
þykkt á sambandsþingi amerískra kirkna og á seinustu
aðalráðstefnu biskupakirkju Meþódista:
»Vér æskjum eindregið eftir alríkislögum, sem 3etji
strangari skilyrði fyrir heimild til að setjast að í Banda-
ríkjunum, gjöri í því efni öllum þjóðum jafnt undir höfði,
og veiti öllum, sem hafa fengið þannig aðsetursleyfi, er
þeir fullnægja settum skilyrðum, borgararétt, án tillits til
kynflokks, litar eða þjóðernis.*)
Með þessu er það sagt, að vér getum gert aðsetursskil-
yrðin svo ströng sem vér viljum, svo framarlega sem eng-
inn greinarmunur er gjörður milli kynflokka, og einhverj-
um þar af leiðandi misboðið.
Ef að núgildandi lög væru gerð víðtækari, svo að þau
næðu til allra þjóða jafnt, myndi það hafa í för með sér,
samkvæmt fyrsta ákvæði laganna, — sem sé að tveir af
hundraði hvers þjóðernis, eftir manntalinu 1890, geti
fengið aðsetursheimild, — að 40 japanir, 2140 kínverjar
og 42 indverjar fengju aðsetursleyfi árlega. En annar
þáttur laganna ákveður, að »hinn árlegi hluti, sem fellur
í skaut hverju þjóðerni frá 1. júlí 1927, sé sá fjöldi, sem
er í sama hlutfalli við 150.000 eins og sá fjöldi íbúa á
meginlandi Bandaríkjanna 1920 af því sama þjóðerni, er
í við íbúafjöldann allan á meginlandi Bandaríkjanna það
ár«. Eftir þessu myndu 159 japanir, 87 kínverjar og4ind-
verjar, sem yrði samtals frá Asíu 250 menn, fá árlega að-
setursleyfi eftir 1. júlí 1927. En 250 menn verða eins og
krækiber í ámu meðal 140.000.000 manna og af þessum
innflutningi myndi ríkinu aldrei standa hvorki efnaleg
né félagsleg vandkvæði. Sannreyndin er sú, að það er
Austurlandabúum ekkert keppikefli að streyma til Amer-
íku. Ég- átti tal við indverskan embættismann, varaforseta
löggjafarráðstefnunnar, og ég sagði: »Gjörum ráð fyrir,
að vér gætum komið því til vegar, að Indland kæmist á
*) Slík er afstaða Kirkjunnar, sem sumir »frjálslyndir« virðast
œtla, að sé »dauf, blind pg rétt steindauð«. Uitstj.